Fréttir

Blaktímabilið blásið af - engir meistarar krýndir

Blaksamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að blása núverandi tímabil af en ákvörðunin var tekin í samráði við félögin í landinu. Áður var búið að krýna sigurvegara í Mizunodeildunum og stóð kvennalið KA þar uppi sem sigurvegari

KA Íslands- og Bikarmeistari í blaki 1991

KA hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í blaki karla árið 1989 en gerði svo gott betur árið 1991 þegar liðið varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Mikil bikarhefð hefur ríkt hjá KA í kjölfarið en karlalið KA hefur alls orðið níu sinnum Bikarmeistari í blaki karla

Blaklið KA tryggði fyrsta Íslandsmeistaratitilinn

KA varð Íslandsmeistari í blaki karla í fyrsta skiptið árið 1989 og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í meistaraflokki í liðsíþrótt. Knattspyrnulið KA fylgdi svo eftir um sumarið með sínum fræga titli en KA hefur í dag orðið sex sinnum Íslandsmeistari í blaki karla

KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020

Bikarúrslitaleikir blakliða KA frá því í fyrra

Á meðan samkomubannið er í gildi munum við rifja upp nokkur góð augnablik úr sögu KA. Þið þurfið því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki alvöru KA skammt á næstunni! Við hefjum leik á því að rifja upp bikarúrslitaleiki karla og kvenna í blaki frá því í fyrra

KA tekur á móti Þrótti R. á laugardaginn

Baráttan heldur áfram í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina þegar KA tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan 15:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar og þurfa á sigri að halda til að færast skrefi nær Deildarmeistaratitlinum

Risabikarslagur hjá stelpunum í kvöld!

Einn stærsti leikur blaktímabilsins er í kvöld þegar toppliðin í Mizunodeild kvenna mætast í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. KA sem er á toppnum sækir Aftureldingu heim og ljóst að annað af þessum frábæru liðum missir því af bikarúrslitahelginni

HK sló KA úr leik í Kjörísbikarnum

Það var vægast sagt stórleikur í Fagralundi í Kópavogi í kvöld er HK tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki. Þarna áttust við liðin sem hafa barist um alla titla undanfarin ár og ljóst að það lið sem myndi tapa myndi detta úr leik og þar með missa af bikarúrslitahelginni

Stórslagur HK og KA í bikarnum í dag

Það er heldur betur stórleikur framundan í kvöld í blakinu er KA sækir HK heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla. Þarna mætast liðin sem hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ljóst að liðið sem tapar leiknum í kvöld fellur úr leik og missir því af stærstu helgi hvers blaktímabils

Tveir frábærir sigrar KA á HK (myndir)

Karla- og kvennalið KA tóku á móti HK í blakinu í gær en þarna mættust einmitt liðin sem börðust um alla titlana á síðustu leiktíð. Karlarnir riðu á vaðið en KA þurfti á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en HK var á toppi deildarinnar