Fréttir

Strandblaksæfingar hefjast 1. júní

Eins og undanfarin ár verður Blakdeild KA með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir öfluga krakka í sumar. Paula del Olmo stýrir æfingunum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum og ljóst að það verður enginn svikinn af fjörinu í sandinum í Kjarnaskógi

Héraðsmót í blaki á morgun

Það verður mikið líf í KA-Heimilinu á morgun, mánudaginn 24. maí, þegar Héraðsmót í blaki fer fram. Þar munu krakkar frá 8 til 12 ára aldurs leika listir sínar og verður afar gaman að sjá þessa öflugu framtíðarleikmenn spreita sig

KA í lokaúrslit eftir frábæran sigur

KA tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla með frábærum 1-3 útisigri á HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. KA hafði unnið fyrri leik liðanna 3-1 í KA-Heimilinu og gat því með sigri klárað einvígið í kvöld

KA vann fyrri leikinn (myndaveisla)

KA tók á móti HK í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla í KA-Heimilinu í gær. Liðin voru hnífjöfn í vetur og enduðu í 2. og 3. sæti deildarinnar og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð en liðin hafa barist grimmt um helstu titlana undanfarin ár

Risaleikur í blakinu í kvöld!

KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla klukkan 19:00 í kvöld. Liðin hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og má svo sannarlega búast við hörkuleik

Stelpurnar mæta á Neskaupstað í kvöld

KA sækir Þrótt Neskaupstað heim í lokaleik Mizunodeildar kvenna í blaki í dag en nýverið tók blaksambandið þá ákvörðun að skera út leiki í deildarkeppninni til að tryggja það að úrslitakeppnin fari fram í vor

Stelpurnar sóttu þrjú stig gegn Þrótti

Eftir frábæran 2-3 sigur á nýkrýndum Bikarmeisturum HK í gær sótti KA lið Þróttar Reykjavíkur heim í Mizunodeild kvenna í dag. Það er hörð barátta um lokasætið í úrslitakeppninni og ljóst að lið Þróttar myndi koma af krafti inn í leik dagsins

Endurkomusigur KA hefndi fyrir bikartapið

KA sótti HK heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en liðin mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi þar sem HK fór með sannfærandi sigur af hólmi. Stelpurnar voru hinsvegar staðráðnar í að hefna fyrir tapið og úr varð frábær blakleikur

KA hyggur á hefndir í Kópavoginum

KA sækir HK heim í toppslag í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í dag en þarna mætast liðin sem mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi. HK fór þar með 3-0 sigur af hólmi og ljóst að stelpurnar okkar hyggja á hefndir í dag

KA vann afar sannfærandi 3-0 sigur

KA tók á móti Þrótti Vogum í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en KA liðið sem hafði verið á miklu skriði er kom að tapi gegn Aftureldingu í Kjörísbikarnum á dögunum lék án þeirra Miguel Mateo Castrillo og André Collins og var því áhugavert að sjá hvernig strákarnir myndu mæta til leiks gegn botnliðinu