Myndaveisla frá sannfærandi sigri KA

Strákarnir voru frábærir í gær (mynd Egill Bjarni)
Strákarnir voru frábærir í gær (mynd Egill Bjarni)

KA lék við hvurn sinn fingur er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í toppslag í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í gær. Þetta var aðeins annað tap HK í vetur og ljóst að afar spennandi barátta á toppnum er framundan.

Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var á svæðinu og býður til myndaveislu frá leiknum en þetta var fyrsti leikur sem áhorfendur máttu mæta á eftir Covid pásu og myndaðist skemmtileg stemning í KA-Heimilinu.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum