Flýtilyklar
Fréttir
06.03.2021
Bikardraumurinn úti hjá strákunum
Afturelding tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki í dag en bæði lið eru í toppbaráttu í Mizunodeildinni. Það var því ljóst að verkefni dagsins yrði erfitt en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað titlinum árið 2019 en ekki var leikið til úrslita í fyrra vegna Covid veirunnar
Lesa meira
06.03.2021
Háspennuleikur í Kjörísbikarnum
KA sækir Aftureldingu heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki klukkan 15:00 í dag. Strákarnir eru ríkjandi Bikarmeistarar og ætla sér í úrslitahelgina rétt eins og kvennalið KA sem tryggði sér sæti þar með sigri á Þrótti Nes. á dögunum
Lesa meira
04.03.2021
Myndaveisla er KA fór áfram í Bikarnum
KA tók á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í KA-Heimilinu í gær. Úrslitahelgin í bikarnum þar sem undanúrslitin og úrslitaleikirnir fara fram er klárlega stóra stundin í íslenska blakheiminum og ljóst að ekkert lið vill missa af þeirri veislu
Lesa meira
02.03.2021
Stelpurnar ætla sér í úrslitahelgina
KA tekur á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki klukkan 20:15 á morgun, miðvikudaginn 3. mars. Stelpurnar eru ríkjandi Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að tryggja sér sæti í úrslitahelginni
Lesa meira
01.03.2021
Magnaður febrúar mánuður hjá KA
Febrúar mánuður er liðinn en óhætt er að segja að hann hafi reynst KA ansi gjöfull. Það er leikið ansi þétt þessa dagana eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað eftir Covid pásu og léku meistaraflokkslið KA í fótbolta, handbolta og blaki alls 27 leiki í febrúar
Lesa meira
28.02.2021
Öruggur 0-3 sigur KA á Álftanesi
KA sótti Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en fyrir leikinn voru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar. KA er í harðri baráttu við HK og Aftureldingu á toppnum en Álftanes er hinsvegar að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina í vor
Lesa meira
28.02.2021
Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins
Það var nóg um að vera í gær er karlalið KA í blaki og fótbolta auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta léku heimaleiki í gær. Að sjálfsögðu unnust svo allir þessir leikir auk þess sem að kvennalið Þórs/KA í fótbolta vann útileik gegn FH í Lengjubikarnum
Lesa meira
28.02.2021
Útileikur á Álftanesi hjá stelpunum
KA sækir lið Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag klukkan 13:00 en þarna mætast liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og má reikna með krefjandi leik. KA hefur unnið báða leiki liðanna til þessa í vetur en fyrri viðureignin á Álftanesi fór í oddahrinu
Lesa meira
27.02.2021
KA landaði öllum stigunum gegn Vestra
KA fékk lið Vestra í heimsókn í Mizunodeild karla í blaki í dag en KA liðið er í harðri toppbaráttu. KA vann frábæran 3-0 sigur í toppslag gegn HK á dögunum þar sem liðið lék sinn besta leik í vetur og þurfti nauðsynlega að sækja önnur þrjú stig í dag
Lesa meira
26.02.2021
Miðasala á heimaleiki morgundagsins
Það er íþróttaveisla framundan á morgun, laugardag, en karlalið KA í knattspyrnu og blaki eiga heimaleik auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta. Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju og hér förum við yfir miðasöluna fyrir leikina
Lesa meira