27.10.2021
Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag
20.10.2021
Amelía Ýr Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliði Íslands í blaki gerðu sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja
13.10.2021
KA sótti Íslandsmeistara Aftureldingar heim í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með fullt hús stiga. Afturelding hafði ekki tapað hrinu til þessa og ljóst að verkefnið yrði ansi krefjandi
13.10.2021
Það er heldur betur toppslagur í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld þegar KA sækir Íslandsmeistara Aftureldingar heim. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og ljóst að það verður hart barist að Varmá kl. 20:00
11.10.2021
U17 ára stúlknalandslið Íslands í blaki leikur á næstu dögum á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. KA á einn fulltrúa í lokahópnum en það er hún Amelía Ýr Sigurðardóttir. Amelía sem leikur í stöðu uppspilara hefur hefur sýnt gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og á tækifærið svo sannarlega skilið
07.10.2021
Höldur og Blakdeild KA skrifuðu undir nýjan styrktarsamning í gær en Arna Hrönn Skúladóttir markaðsstjóri Hölds og Arnar Már Sigurðsson formaður Blakdeildar KA undirrituðu samninginn
24.09.2021
Karla- og kvennalið KA hófu blaktímabilið á góðum heimasigrum og býður Þórir Tryggvason ljósmyndari upp á myndaveislu frá báðum leikjum. Karlarnir unnu háspennusigur í oddahrinu á Þrótti Fjarðabyggð eftir að gestirnir höfðu leitt 1-2 eftir fyrstu þrjár hrinurnar
23.09.2021
KA lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í blaki í gær er Þróttur Reykjavík mætti norður í KA-Heimilið. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð auk þess sem að það vantaði aðeins í liðið í gær og því mátti reikna með krefjandi verkefni
17.09.2021
KA tekur á móti Þrótti Fjarðabyggð í KA-Heimilinu klukkan 20:00 í kvöld en þetta er fyrsti leikur vetrarins í blakinu. Karlalið KA lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurfti að játa sig sigrað gegn sterku liði Hamars
08.09.2021
Blakdeild KA hefur gert nýja samninga við þau Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo Gomez. Þau Mateo og Paula hafa skipað algjört lykilhlutverk bæði innan sem utan vallar í blakstarfi KA undanfarin ár og virkilega ánægjulegt að þau taki áfram slaginn með okkur