Fréttir

Aftur unnu stelpurnar góðan 3-0 sigur

KA og Þróttur Reykjavík mættust öðru sinni þessa helgina í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en KA hafði unnið leik liðanna í gær 3-0. Þrátt fyrir að klára leikinn í þremur hrinum þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir stigunum og ljóst að þær þyrftu að mæta af fullum krafti inn í leik dagsins til að endurtaka leikinn

KA kláraði Þrótt í þremur hrinum

KA tók á móti Þrótt Reykjavík í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en fyrir leikinn voru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og berjast grimmt um hvort þeirra nái að fylgja HK og Aftureldingu í toppbaráttunni. Liðin mætast aftur á morgun þannig að það er ansi mikið undir hjá liðunum núna fyrir norðan

Tveir heimaleikir gegn Þrótti um helgina

KA leikur um helgina tvo heimaleiki gegn Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir helgina eru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og klárt mál að stelpurnar þurfa á öllum stigunum að halda til að færast nær Aftureldingu og HK á toppi deildarinnar

Strákarnir kláruðu Álftanes 0-3

KA sótti Álftanes heim í Mizunodeild karla í blaki í gær en KA liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og ætlaði sér öll stigin í toppbaráttunni. Álftanes hafði hinsvegar aðeins unnið einn leik og var strax ljóst að heimamenn myndu selja sig dýrt

Útileikur á Álftanesi hjá körlunum

KA sækir Álftanes heim í Mizunodeild karla í blaki klukkan 16:00 í dag en KA liðið hefur verið á miklu skriði undanfarið og unnið alla leiki sína eftir að deildin fór aftur af stað eftir Covid pásu. Nú síðast vannst frábær sigur á Aftureldingu í oddahrinu sem ætti að gefa mönnum mikið sjálfstraust

HK hafði betur í toppslagnum

KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld í algjörum toppslag en þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár. Fyrir leikinn voru gestirnir með fullt hús stiga á toppnum en KA þurfti helst á sigri að halda til að koma sér nær HK liðinu

Toppslagur hjá stelpunum í kvöld

Það er stórleikur í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld er KA tekur á móti HK klukkan 20:00. HK er ósigrað á toppi deildarinnar eftir fyrstu fjóra leiki sína en stelpurnar eru staðráðnar í að breyta því

Myndaveisla frá sigri KA á Aftureldingu

KA vann dýrmætan sigur í toppbaráttu Mizunodeildar karla í blaki á miðvikudaginn er strákarnir lögðu Aftureldingu í háspennu lífshættuleik. Leikurinn fór að lokum í oddahrinu þar sem KA vann 15-11 með góðum endasprett eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum

Háspennusigur KA í oddahrinu

KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en bæði lið eru í toppbaráttu og þurftu nauðsynlega á stigunum að halda. Á sama tíma mættust Hamar og HK sem voru með fullt hús stiga fyrir kvöldið og því tveir sex stiga leikir á sama tíma

KA tekur á móti Aftureldingu í kvöld

KA tekur á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Liðin eru í toppbaráttunni og má búast við hörkuleik en KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið báða leiki sína á nýju ári