Flýtilyklar
Fréttir
24.03.2021
Nýjar sóttvarnarreglur stöðva íþróttastarf
Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi
Lesa meira
21.03.2021
Stelpurnar sóttu þrjú stig gegn Þrótti
Eftir frábæran 2-3 sigur á nýkrýndum Bikarmeisturum HK í gær sótti KA lið Þróttar Reykjavíkur heim í Mizunodeild kvenna í dag. Það er hörð barátta um lokasætið í úrslitakeppninni og ljóst að lið Þróttar myndi koma af krafti inn í leik dagsins
Lesa meira
20.03.2021
Endurkomusigur KA hefndi fyrir bikartapið
KA sótti HK heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en liðin mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi þar sem HK fór með sannfærandi sigur af hólmi. Stelpurnar voru hinsvegar staðráðnar í að hefna fyrir tapið og úr varð frábær blakleikur
Lesa meira
20.03.2021
KA hyggur á hefndir í Kópavoginum
KA sækir HK heim í toppslag í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í dag en þarna mætast liðin sem mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi. HK fór þar með 3-0 sigur af hólmi og ljóst að stelpurnar okkar hyggja á hefndir í dag
Lesa meira
19.03.2021
KA vann afar sannfærandi 3-0 sigur
KA tók á móti Þrótti Vogum í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en KA liðið sem hafði verið á miklu skriði er kom að tapi gegn Aftureldingu í Kjörísbikarnum á dögunum lék án þeirra Miguel Mateo Castrillo og André Collins og var því áhugavert að sjá hvernig strákarnir myndu mæta til leiks gegn botnliðinu
Lesa meira
19.03.2021
KA fær Þrótt Vogum í heimsókn
Eftir smá bikarpásu er komið að því að hasarinn í Mizunodeildunum í blaki hefjist á ný. karlamegin tekur KA á móti Þrótt Vogum klukkan 21:00 í kvöld. 50 áhorfendur eru leyfðir á leiknum og því um að gera að mæta tímanlega og styðja strákana til sigurs, áfram KA
Lesa meira
14.03.2021
HK hrifsaði bikarinn af KA stelpum
KA og HK mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í dag en liðin mættust einmitt í síðasta úrslitaleik keppninnar sem fór fram árið 2019 og þá vann KA frábæran 3-1 sigur sem tryggði fyrsta Bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki
Lesa meira
13.03.2021
Stelpurnar í bikarúrslitin eftir 3-0 sigur
KA mætti Völsung í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í gær en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað sigri í keppninni árið 2019. Reiknað var með sigri okkar liðs en Húsvíkingar höfðu slegið út efstudeildarlið Álftanes á leið sinni í leikinn og því hættulegt að vanmeta andstæðinginn
Lesa meira
12.03.2021
Bein útsending frá undanúrslitaleik KA
KA og Völsungur mætast klukkan 17:00 í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í Digranesi í dag. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór Bikarkeppnin ekki fram í fyrra
Lesa meira
08.03.2021
KA mætir Völsung í undanúrslitum - Miðasala hafin
Kvennalið KA í blaki leikur til undanúrslita í Kjörísbikarnum á föstudaginn er liðið mætir Völsung klukkan 17:00 í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid var ekki leikið í bikarnum í fyrra
Lesa meira