Fréttir

Nýjar sóttvarnarreglur stöðva íþróttastarf

Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi
Lesa meira

Stelpurnar sóttu þrjú stig gegn Þrótti

Eftir frábæran 2-3 sigur á nýkrýndum Bikarmeisturum HK í gær sótti KA lið Þróttar Reykjavíkur heim í Mizunodeild kvenna í dag. Það er hörð barátta um lokasætið í úrslitakeppninni og ljóst að lið Þróttar myndi koma af krafti inn í leik dagsins
Lesa meira

Endurkomusigur KA hefndi fyrir bikartapið

KA sótti HK heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en liðin mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi þar sem HK fór með sannfærandi sigur af hólmi. Stelpurnar voru hinsvegar staðráðnar í að hefna fyrir tapið og úr varð frábær blakleikur
Lesa meira

KA hyggur á hefndir í Kópavoginum

KA sækir HK heim í toppslag í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í dag en þarna mætast liðin sem mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi. HK fór þar með 3-0 sigur af hólmi og ljóst að stelpurnar okkar hyggja á hefndir í dag
Lesa meira

KA vann afar sannfærandi 3-0 sigur

KA tók á móti Þrótti Vogum í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en KA liðið sem hafði verið á miklu skriði er kom að tapi gegn Aftureldingu í Kjörísbikarnum á dögunum lék án þeirra Miguel Mateo Castrillo og André Collins og var því áhugavert að sjá hvernig strákarnir myndu mæta til leiks gegn botnliðinu
Lesa meira

KA fær Þrótt Vogum í heimsókn

Eftir smá bikarpásu er komið að því að hasarinn í Mizunodeildunum í blaki hefjist á ný. karlamegin tekur KA á móti Þrótt Vogum klukkan 21:00 í kvöld. 50 áhorfendur eru leyfðir á leiknum og því um að gera að mæta tímanlega og styðja strákana til sigurs, áfram KA
Lesa meira

HK hrifsaði bikarinn af KA stelpum

KA og HK mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í dag en liðin mættust einmitt í síðasta úrslitaleik keppninnar sem fór fram árið 2019 og þá vann KA frábæran 3-1 sigur sem tryggði fyrsta Bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki
Lesa meira

Stelpurnar í bikarúrslitin eftir 3-0 sigur

KA mætti Völsung í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í gær en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað sigri í keppninni árið 2019. Reiknað var með sigri okkar liðs en Húsvíkingar höfðu slegið út efstudeildarlið Álftanes á leið sinni í leikinn og því hættulegt að vanmeta andstæðinginn
Lesa meira

Bein útsending frá undanúrslitaleik KA

KA og Völsungur mætast klukkan 17:00 í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í Digranesi í dag. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór Bikarkeppnin ekki fram í fyrra
Lesa meira

KA mætir Völsung í undanúrslitum - Miðasala hafin

Kvennalið KA í blaki leikur til undanúrslita í Kjörísbikarnum á föstudaginn er liðið mætir Völsung klukkan 17:00 í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid var ekki leikið í bikarnum í fyrra
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is