Fréttir

KA fær Þrótt Vogum í heimsókn

Eftir smá bikarpásu er komið að því að hasarinn í Mizunodeildunum í blaki hefjist á ný. karlamegin tekur KA á móti Þrótt Vogum klukkan 21:00 í kvöld. 50 áhorfendur eru leyfðir á leiknum og því um að gera að mæta tímanlega og styðja strákana til sigurs, áfram KA

HK hrifsaði bikarinn af KA stelpum

KA og HK mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í dag en liðin mættust einmitt í síðasta úrslitaleik keppninnar sem fór fram árið 2019 og þá vann KA frábæran 3-1 sigur sem tryggði fyrsta Bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki

Stelpurnar í bikarúrslitin eftir 3-0 sigur

KA mætti Völsung í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í gær en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað sigri í keppninni árið 2019. Reiknað var með sigri okkar liðs en Húsvíkingar höfðu slegið út efstudeildarlið Álftanes á leið sinni í leikinn og því hættulegt að vanmeta andstæðinginn

Bein útsending frá undanúrslitaleik KA

KA og Völsungur mætast klukkan 17:00 í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í Digranesi í dag. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór Bikarkeppnin ekki fram í fyrra

KA mætir Völsung í undanúrslitum - Miðasala hafin

Kvennalið KA í blaki leikur til undanúrslita í Kjörísbikarnum á föstudaginn er liðið mætir Völsung klukkan 17:00 í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid var ekki leikið í bikarnum í fyrra

Bikardraumurinn úti hjá strákunum

Afturelding tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki í dag en bæði lið eru í toppbaráttu í Mizunodeildinni. Það var því ljóst að verkefni dagsins yrði erfitt en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað titlinum árið 2019 en ekki var leikið til úrslita í fyrra vegna Covid veirunnar

Háspennuleikur í Kjörísbikarnum

KA sækir Aftureldingu heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki klukkan 15:00 í dag. Strákarnir eru ríkjandi Bikarmeistarar og ætla sér í úrslitahelgina rétt eins og kvennalið KA sem tryggði sér sæti þar með sigri á Þrótti Nes. á dögunum

Myndaveisla er KA fór áfram í Bikarnum

KA tók á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í KA-Heimilinu í gær. Úrslitahelgin í bikarnum þar sem undanúrslitin og úrslitaleikirnir fara fram er klárlega stóra stundin í íslenska blakheiminum og ljóst að ekkert lið vill missa af þeirri veislu

Stelpurnar ætla sér í úrslitahelgina

KA tekur á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki klukkan 20:15 á morgun, miðvikudaginn 3. mars. Stelpurnar eru ríkjandi Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að tryggja sér sæti í úrslitahelginni

Öruggur 0-3 sigur KA á Álftanesi

KA sótti Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en fyrir leikinn voru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar. KA er í harðri baráttu við HK og Aftureldingu á toppnum en Álftanes er hinsvegar að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina í vor