Fréttir

U19 vann gull á SCA mótinu - 3 frá KA

KA átti þrjá fulltrúa í U19 ára landsliði kvenna sem lék á Smáþjóðamótinu SCA um helgina en leikið var á Laugarvatni. Íslenska liðið mætti Gíbraltar, Möltu og Færeyjum. Fulltrúar KA voru þær Heiðbrá Björgvinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir

André Collin stýrir karlaliði KA

André Collin mun áfram stýra karlaliði KA í blaki í vetur en hann tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð eftir að hafa gengið til liðs við félagið sem leikmaður fyrir síðustu leiktíð. André hefur komið af miklum krafti inn í félagið og við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs á komandi vetri

Mateo og Oscar Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um síðustu helgi og voru þó nokkrir keppendur á vegum blakdeildar KA sem létu til sín taka. Þeir Mateo Castrillo og Oscar Fernandez stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þeir unnu frábæran sigur í efstu deild keppninnar og óskum við þeim til hamingju með titilinn

Blakæfingarnar byrja á morgun!

Æfingar Blakdeildar KA hefjast á morgun, mánudaginn 23. ágúst, en æft verður bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Mikil aukning hefur orðið í blakstarfinu hjá okkur undanfarin ár sem segir mikið til um hve gott starf blakdeildar er og hve gaman það er að spila blak

Sex fulltrúar KA í æfingahópum U19

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri

Skemmtimót KA í strandblaki á fimmtudaginn

Blakdeild KA stendur fyrir skemmtimóti í strandblaki á fimmtudaginn, 15. júlí, og má reikna með miklu fjöri á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi. Fyrirkomulagið er að spilað verður í kynjaskiptum deildum þar sem liðunum verður raðað í deildir eftir styrkleika

Strandblaksæfingar hefjast 5. júlí

Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir U12 og U14/U16 ára hópa í júlí og ágúst. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara

Lexi í úrvalsliðinu og KA með bestu umgjörðina

Alexander Arnar Þórisson var valinn í úrvalslið Mizunodeildar karla á nýafstöðnu blaktímabili. Blaksambandið kemur að valinu en Lexi lék að vanda lykilhlutverk í liði KA sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins og er afar vel að heiðrinum kominn

Flottur árangur KA á Íslandsmóti yngriflokka

Um helgina fór fram Íslandsmót yngriflokka í blaki en keppt var á Neskaupstað. Keppt var í þremur aldursflokkum og tefldi KA fram liðum í öllum flokkum og sendi alls fjögur lið til keppni

Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

KA tekur á móti Hamar í síðasta heimaleik vetrarins í blakinu í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hamar vann fyrri leikinn og ljóst að KA þarf að sigra í kvöld til að tryggja hreinan úrslitaleik um titilinn