Fréttir

Blakið hefst aftur í dag að Varmá

Eftir langa pásu er loksins komið að öðrum leik karlaliðs KA í blaki er liðið sækir Aftureldingu heim að Varmá klukkan 15:00 í dag. Það má búast við hörkuleik en bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur

Mireia Orozco til liðs við KA

Kvennaliði KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Mireia Orozco skrifaði í gær undir samning við blakdeild KA. Mireia sem er 27 ára gömul og kemur frá Spáni er gríðarlega öflugur kantsmassari og mun koma til með að styrkja okkar öfluga lið enn frekar

André Collin tekur við stjórn karlaliðs KA

Filip Pawel Szewczyk hefur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla og mun einbeita sér í kjölfarið að því að spila. Hann mun áfram koma að þjálfun yngri flokka félagsins

Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld

KA tekur á móti Hamar Hveragerði í stórleik í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:15 í KA-Heimilinu í kvöld. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur og má búast við hörkuleik en KA liðið tryggði sér á dögunum sigur í Ofurbikarnum og er þetta fyrsti leikur liðsins í deildinni í vetur

Myndaveisla frá hörkuleik KA og HK

KA og HK mættust í hörkuleik í KA-Heimilinu í gærkvöldi í 2. umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár og stóð leikurinn heldur betur undir nafni sem stórleikur

101 miði í boði á KA - HK í blakinu

KA tekur á móti HK í annarri umferð Mizunodeildar kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 20:00. Liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og má búast við svakalegum leik en KA liðið er með eitt stig eftir fyrsta leik vetrarins þar sem liðið tapaði í oddahrinu gegn Aftureldingu

KA sækir nýliða Fylkis heim kl. 19:00

Blakveturinn er farinn af stað og nú er komið að karlaliði KA en KA sækir Fylki heim í fyrstu umferð Mizunodeildar karla klukkan 19:00 í dag. Strákarnir ætla sér stóra hluti í vetur og fyrsta verkefni vetrarins er gegn nýliðum Fylkis

50 miðar í boði á stórleik kvöldsins

KA tekur á móti Aftureldingu í stórleik fyrstu umferðar Mizunodeildar kvenna í blaki klukkan 20:00 í kvöld. Liðin börðust um titlana í fyrra og er spáð efstu tveimur sætunum í vetur og má því búast við hörkuleik

KA Ofurbikarmeistari í blaki karla 2020

Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og hampaði Ofurbikarnum um helgina eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik eftir mikinn spennuleik. KA byrjaði betur og komst í 2-0 en gestirnir gáfust ekki upp og knúðu fram oddahrinu þar sem KA vann að lokum 15-12 og leikinn þar með 3-2

Karlalið KA í úrslit Ofurbikarsins

Á morgun er komið að úrslitastundinni í Ofurbikarnum í blaki sem fer fram hér á Akureyri um helgina. Karlalið KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun og virðist liðið vera að koma sér betur og betur í takt eftir tap í fyrsta leik mótsins