Fréttir

Stjarnan vann og KA er úr leik

Þriðji leikur KA og Stjörnunnar, um að komast í úrslit Íslandsmótsins, fór fram í KA heimilinu í kvöld.  Hvort lið hafði unnið einn leik og því þurfti oddaleik til að skera úr hvort liðið kæmist áfram í úrslitaleikina gegn Þrótti. Það er skemmst frá því að segja að Stjarnan vann í hörkuleik 3:1 en KA færði gestunum allt of mörg auðveld stig og því fór sem fór.

Naumt tap hjá KA gegn Stjörnunni

KA og Stjarnan áttust við öðru sinni á þremur dögum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Garðabæ í gær.  Eins og í fyrri leik liðanna var um hörku viðureig að ræða en nú snérstu úrslitn við og Stjörnumenn unnu leikinn 3-2 (25-16) (22-25) (25-17) (19-25) (15-8).

KA vann í háspennuleik

KA vann fyrsta leik sinn í undanúrslitarimmu sinni við Stjörnuna úr Garðabæ. Leikurinn var þrælspennandi og jafn en KA vann eftir mikinn barning 3:2.

Piotr meiddur

Óvíst er hvort Piotr Kempisty getur tekið þátt í leiknum við Stjörnuna á fimmtudag þar sem  hann meiddist í síðari leiknum við Þrótt um síðustu helgi. Það eru gömul meiðsli á hné sem eru að hrjá kappann. Það yrði skarð fyrir skildi hjá KA ef Piotr yrði ekki með enda stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar.

Undanúrslit hefjast á fimmtudaginn í KA heimilinu

KA mætir Stjörnunni, núverandi Íslandsmeisturum, í undanúrslitum í KA heimilinu á fimmtudaginn kemur kl. 19:30.  Búast má við hörkuviðureign en KA hefur unnið 3 af 4 leikjum við Stjörnuna í vetur en leikirnar hafa jafnan verið mjög jafnir og spennandi.  

Piotr Kempisty valinn besti leikmaðurinn og var einnig stigahæstur

Árs- og uppskeruhátíð BLÍ var haldin um helgina. Í valinu um besta leikmann 1. deildar karla urðu efstir og jafnir að stigum Piotr Kempisty frá KA og og Masayuki Takahashi frá  Þrótti Reykjavík.  Piotr var einnig sá leikmaður sem skoraði flest sóknarstig í vetur alls 167 stig. Hann átti einnig flestar uppgjafir sem gáfu stig (Ásar), 28 talsins og skoraði samtals 212 stig í deildarkeppninni.  Frábær árangur - TIL HAMINGJU PIOTR  :-D

KA tapaði seinni leiknum gegn Þrótti

Þróttur vann leikinn örugglega 3-0.  Greinilegt var að liðinn höfðu að litlu að keppa enda úrslit deildarkeppninnar ljós.

KA náði silfrinu

KA tryggði sér í gærkvöldi silfurverðlaun í deildarkeppni BLÍ með því að leggja að leggja deildar- og bikarmeistara Þróttar Reykjavík 3-2.   

Grátlegt tap gegn Þrótti í bikarúrslitum

KA spilaði enn einn úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn og var grátlega nærri því að vinna. Liðið var í miklu stuði framan af og komst í 2-0. Þróttarar efldust þegar á leið og eftir mikla rimmu hömpuðu þeir bikarnum eftir 3-2 sigur. KA-liðið sýndi flotta takta í leiknum og á vel að geta unnið hvaða lið sem er með meiri grimmd og stöðugleika. Það sem skildi liðin af í þessum leik var örlítið betri hávörn Þróttara og svo voru þeir að bjarga mun fleiri boltum aftur á vellinum.

KA menn komnir í úrslit bikarkeppninnar

KA menn mættu Fylki í undanúrslitum bikarkeppninnar í dag og unnu  leikinn 3-0.  Fyrirfram var vitað að lið Fylkis gæti orðið KA mönnum skeinuhætt þó það spili í annarri deild enda skipað reynslumiklum leikmönnum.  Það koma líka á daginn að KA menn þurftu að hafa töluvert fyrir sigri í leiknum.