Á laugardagskvöld var Árs- og uppskeruhátíð BLÍ haldin, venju samkvæmt eftir deildakeppnina. Þar voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir árangur tímabilsins og kosning bestu og efnilegustu leikmanna í fyrstu, annarri og þriðju deild kunngjör.
Í 1. deildinni voru þau Orri Þór Jónsson, HK og Helena Kristín Gunnarsdóttir, Þrótti Nes valin efnilegust af leikmönnum deildanna. Besti leikmaður 1. deildar kvenna var Miglena Apostolova Þrótti Neskaupstað.
Lið ársins í 1. deild karla var svona:
Piotr Kempisty, KA vann sóknarstigin með 167 stig og hann átti einnig flestar uppgjafir, 28 talsins og skoraði samtals 212 stig í deildinni.
Áki Thoroddsen, Þrótti R átti flestar hávarnir, 31 stig.
Filip Szewczyk, KA var valinn besti uppspilarinn
Halldór Ingi Kárason, Þrótti R og Árni Björnsson, KA urðu svo jafnir í kjöri um besta frelsingjann.
Lið ársins í 1. deild kvenna var svona:
Miglena Apostolova, Þrótti Nes vann sóknarstigin með 181 stig og 221 stig samtals
Lilja Jónsdóttir, Þrótti Reykjavík skoraði flest stig úr hávörn, 35 stig og átti flestar uppgjafir 36 stig.
Kristín Salín Þórhallsdóttir, Þrótti Nes var valin besti uppspilarinn
Sæunn Skúladóttir, Þrótti R var valin besti frelsinginn
Besti dómari tímabilsins var Sævar Már Guðmundsson en hann hlaut þennan titil einnig í fyrra. Aðrir dómarar sem fengu tilnefningu voru Stefán Jóhannesson, Leifur Harðarson, Brynjar Pétursson, Hannes Karlsson og Ólafur J. Júlíusson.
Alls mættu um 120 manns í matinn og var hátíðin með besta móti. Eftir góðan mat og fínar ræður frá formanni BLÍ og heiðursgestinum Kristjáni Möller, samgönguráðherra var byrjað að dansa en um tónlistina og veislustjórn sá hann Birgir Örn Steinarsson.