KA menn mættu Fylki í undanúrslitum bikarkeppninnar í dag og unnu leikinn 3-0. Fyrirfram var vitað að lið Fylkis gæti orðið KA mönnum skeinuhætt þó það spili í annarri deild enda skipað reynslumiklum leikmönnum. Það koma líka á daginn að KA menn þurftu að hafa töluvert fyrir sigri í leiknum.
Tvær fyrstu hrinurnar reyndust KA mönnum reyndar nokkuð auðveldar. KA menn náðu fljótt forristu í þeim báðum og héldu henni til enda hrinna. Fyrsta hrinan vannst 25-20 og önnur hrinan 25-21. Í þriðju hrinunni bar mikið á mistökum hjá KA mönnum og Fylkismenn sýndu góðan leik og náðu góðri forristu 18-11. Þá kom Davíð Búi í uppgjöfin hjá KA mönnum og með nokkrum góðum uppgjöfum og góðri vörn KA manna náði KA að jafna 18 -18. Hrinan var í járnum þar til yfir lauk en KA landaði sigri 25-23 og tryggði sér bikarúrslitasætið gegn Þrótti Reykjavík sem vann Stjörnuna örugglega 3-0 í hinum undanúrslitaleiknum.
Leikmenn KA spiluðu vel í leiknum og sýndu mikin styrk að vinna upp nánast tapaða stöðu í þriðju hrinunni. Liðið er því greinilega vel stemmt fyrir úrslitaleikinn gegn Þrótti sem fram fer á morgun.