Fréttir

Þrír KA menn í A-landsliðinu í blaki

Þrír leikmenn voru valdi á dögunum í A-landslið karla í blaki. Þetta eru þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir sem eru eru nýliðar í landsliðinu og Hilmar Sigurjónsson. Landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór nú um helgina á Möltu. Skemmst er frá því að segja að liðið náði mjög góðum árangri á mótinu og lent í 2. sæti í riðlinum og heldur til Luxemborgar á næsta ári í úrslitariðilinn. Nánari fréttir af leikjum liðsins má sjá á http://www.bli.is/  

Lokahóf yngriflokka 2008

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið nú á dögunum. Verðlaun voru veitt fyrir bestu framfarir og síðan voru veitt s.k. háttvísis verðlaun fyrir góða hegðun, ástundun og dugnað á æfingum.

Lokahóf yngriflokkanna þriðjudaginn 20. maí

Kæru blakarar og foreldrar/forráðamenn Nú er frábærum blakvetri að ljúka og verður lokahóf 3. – 6. flokks haldið þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Við ætlum að hittast við KA-heimilið kl. 17:00, sameinast þar í bíla og halda út í Kjarnaskóg ef veður leyfir. Þar munum við spila blak og skemmta okkur saman. Fari svo að veðrið verði okkur ekki hliðhollt munum við vera í KA-heimilinu í staðinn.

Ný stjórn Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA var haldin 7. maí síðastliðinn. Nýr formaður var kosinn á fundinum Sigurður Arnar Ólafsson en Hjörtur Halldórsson sem áður var formaður deildarinnar lét af embætti. Hjörtur mun þó  áfram sitja í stjórn deildarinnar. Sigurður Arnar hefur lengi setið í stjórn Blakdeildar KA og er þar flestum hnútum kunnugur. Hann hefur m.a. stýrt yngriflokkamálum deildarinnar í áraraðir.

Aðalfundur Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í KA heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði deildarinnar.

Þrír Íslandsmeistaratitlar til KA á yngrifl. móti BLÍ

Lið frá Blakdeild KA náðu frábærum árangri á yngriflokkamóti BLÍ sem fór fram um helgina í Mosfellsbæ. Annar flokkur karla vann HK örugglega 3-0 í síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en liðið hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leikinn. Þriðji flokkur kvenna átti frábært mót, vann alla sína leiki og vann sig upp úr þriðja sæti, frá fyrra móti ársins, í það fyrsta. Fimmti flokkur a liða vann alla sýna leiki og tryggði sér Íslandsmeistartitilinn af öryggi. Fjórði flokkur kvenna fékk bronsverðlaun. Blakdeild KA hefur aldrei fengið jafn marga Íslandsmeistaratitla á einu og sama árinu í yngriflokkum. 

KA úr leik eftir tap gegn Þrótti Rvk.

Í kvöld lék KA gegn Þrótti Rvík. í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA menn þurftu sigur til að knýja fram oddaleik á Akureyri, eftir tapið á sunnudaginn. Skemmst er frá að segja að leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu.   Skiptust liðin á að vinna og þurfti oddahrinu til að skera úr um sigur og í henni hafði Þróttur betur.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir Þrótt og KA menn eru úr leik í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. 

Hart barist í kvöld í úrslitakeppninni

Það er að duga eða drepast fyrir KA í úrslitakeppninni í blaki í kvöld en liðið mætir Þrótti Reykjavík í úrslitakeppninni í blaki. Þróttur vann fyrsta leik liðanna 3-0 í hörkuleik og það er ljóst að hart verður barist i kvöld um sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn er kl. 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans að Háteigsvegi í Reykjavík í kvöld. Við hvetjum KA menn í Rvk. að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.

KA mætir Þrótti Rvk. í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akureyri kl. 13:00 næstkomandi sunnudag 6. apríl. Búast má við spennandi leik en liðin hafa skiptst á að vinna hvort annað í vetur en KA vann sér heimaleikja rétt í þriðja leik ef til hans kemur með því að leggja Stjörnuna 3-2 um síðustu helgi. Við hvetjum alla KA menn til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.

KA steinlá í fyrsta leiknum gegn Þrótti

KA-Þróttur R   0:3     (19-25, 20-25, 23-25) KA átti ekki góðan dag gegn Þrótti og tapaði illa 0:3. Annar leikur í einvíginu er fyrir sunnan á þriðjudag og ef KA nær sigri þar þá verður úrslitaleikurinn fyrir norðan á fimmtudag. Stig KA (sókn-hávörn-uppgjöf): Piotr Kampisty 14 (14-0-0), Davíð Búi Halldórsson 7 (7-0-0), Filip Szewczyk 7 (3-2-2), Kristján Valdimarsson 4 (3-0-1), Hafsteinn Valdimarsson 3 (3-0-0), Hilmar Sigurjónsson 2 (1-0-1). Mistök andstæðinga 25.