Kæru blakarar og foreldrar/forráðamenn
Nú er frábærum blakvetri að ljúka og verður lokahóf 3. – 6. flokks haldið þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Við ætlum að hittast við KA-heimilið kl. 17:00, sameinast þar í bíla og halda út í Kjarnaskóg ef veður leyfir. Þar munum við spila blak og skemmta okkur saman. Fari svo að veðrið verði okkur ekki hliðhollt munum við vera í KA-heimilinu í staðinn.
Á eftir munum við grilla og viljum við biðja fólk um að koma með pylsur og brauð/hamborgara og brauð eða annað fljólegt á grillið ásamt drykkjarföngum. KA mun útvega sósur og steiktan lauk til að hafa með auk pappadiska oþh. Í lokin verða veittar viðurkenningar.Við viljum hvetja ykkur til að mæta – bæði iðkendur og foreldra og endilega takið systkini með. Fögnum frábærum árangri liðins vetrar saman.
PS Um daginn voru teknar myndir af þeim hópum sem urðu íslandsmeistarar og geta þeir sem vilja eignast slíka mynd fengið hana senda í tölvupósti og prentað út eða látið gera það.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Yngriflokkanefnd Blakdeildar KA