Aðalfundur Blakdeildar KA var haldin 7.
maí síðastliðinn. Nýr formaður var kosinn á fundinum Sigurður Arnar Ólafsson en Hjörtur Halldórsson sem áður var
formaður deildarinnar lét af embætti. Hjörtur mun þó áfram sitja í stjórn deildarinnar. Sigurður Arnar hefur lengi setið
í stjórn Blakdeildar KA og er þar flestum hnútum kunnugur. Hann hefur m.a. stýrt yngriflokkamálum deildarinnar í áraraðir.
Töluverðar breytingar urðu á stjórninni en Arnar Jóhannesson og Kristján Hreinsson hættu í stjórninni. Blakdeild KA þakkar
þeim báðum fórnfúst starf og vel unnin störf í þágu deildarinnar á liðnum árum.
Nýir stjórnarmenn eru Fanney Valdsdóttir sem lengi hefur starfað í yngriflokkaráði Blakdeildar KA og einnig komu inn tveir varamenn í stjórn.
Þær Harpa Ævarsdóttir sem verður formaður yngriflokkaráðs og Una Heimisdóttir sem verður m.a. sérlegur tengiliður meistaraflokks
kvenna og fulltrúi ungliða í stjórninni.
Gunnar Garðarsson og Guðríður Friðriksdóttir gáfu áfram kost á sér í stjórn blakdeildarinnar.
Stjórn Blakdeildar KA:
Formaður: Sig. Arnar Ólafsson
Meðstjórnandi: Fanney Valsdóttir
Meðstjórnandi:Gunnar Garðarsson
Meðstjórnandi: Guðríður Friðriksd.
Meðstjórnandi: Hjörtur Halldórsson
Varamaður og formaður yngriflokkanefndar: Harpa Ævarsdóttir
Varamaður: Una Heimisdóttir fulltrúi ungliða og m.fl. kvenna
Stjórnin mun hittast á næstu dögum og skipta með sér verkum.