Það er orðin hefð að bjóða foreldrum og forráðamönnum á lokahófið í blakinu og svo var einnig nú. Foreldrar og börn spiluðu í blönduðum liðum og skemmtu sér hið besta. Eftir spilið voru veitt verðlaun til þeirra sem skarað höfðu fram úr í einstökum flokkum á liðnu tímabili. Í 6. og 7. flokki fengu allir krakkarnir verðlaun fyrir góða frammistöðu. Í 5. flokki karla fékk Gunnar Pálmi Hannesson verðlaun fyrir mestu framfarir og Vigfús Jónbergsson fékk háttvísisverðlaun. Í 4. - 5 flokki kvenna fékk Ásta Lilja Harðardóttir verðlaun fyrir mestu framfarir og Sóley Ásta Sigvaldadóttir fékk verðlaun fyrir háttvísi. Í 3. flokk kvenna fékk Guðrún Margrét Jónsdóttir verðlaun fyrir framfarir og Sesselja Fanneyjardóttir fékk verðlaun fyrir háttvísi. Í 3. flokk karla fékk Kristján Bjarni Kristjánsson verðlaun fyrir mestu framfarir og Hafsteinn Svansson fékk verðlaun fyrir háttvísi.
Þess má geta að Blakdeild KA náði sínum besta árangri í yngriflokkum frá upphafi á þessu ári en félagið vann alls þrjá Íslandsmeistaratitila í: 2. fl. karla, 3. fl. kvenna og 5. fl. karla auk bronsverðlauna í 4. fl. kvenna. Það er mál manna að uppbyggingarstarfið í kring um krakkablakið sé nú að skila sér af krafti fyrir KA.
Blakdeild KA hefur ákveðið að bjóða upp á strandblaksæfingar fyrir 12 ára og eldri í sumar. Lagt verður upp með að hafa fjölbreyttar æfingar og verður briddað upp á ýmsu öðru en blaki. Æfingar verða á strandblaksvellinum við KA heimilið en einnig verður nýttur nýr útivöllur sem byggður var í fyrra við Lundarskóla en sá völlur er byggður á gerfigrasi og er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Æfingar hefjast um miðjan júní og verða auglýstar nánar á vef Blakdeildar KA www.ka-sport.is/blak