Lokahóf yngriflokka 2008

A.r.f.v. Hilmar Sigurjónsson þjálfari, Sóley Ásta Sigvaldadóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Guðrún M.…
A.r.f.v. Hilmar Sigurjónsson þjálfari, Sóley Ásta Sigvaldadóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Guðrún M. Jónsdóttir, Sesselja Fanneyjardóttir og Marek Bernat þjálfari. F.r.f.v. Kristján B. Kristjánsson, Hafsteinn Svansson, Vigfús Jónbergsson, Gunnar P Hanness
Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið nú á dögunum. Verðlaun voru veitt fyrir bestu framfarir og síðan voru veitt s.k. háttvísis verðlaun fyrir góða hegðun, ástundun og dugnað á æfingum.

Það er orðin hefð að bjóða foreldrum og forráðamönnum á lokahófið í blakinu og svo var einnig nú. Foreldrar og börn spiluðu í blönduðum liðum og skemmtu sér hið besta. Eftir spilið voru veitt verðlaun til þeirra sem skarað höfðu fram úr í einstökum flokkum á liðnu tímabili. Í 6. og 7. flokki fengu allir krakkarnir verðlaun fyrir góða frammistöðu. Í 5. flokki karla fékk Gunnar Pálmi Hannesson verðlaun fyrir mestu framfarir og Vigfús Jónbergsson fékk háttvísisverðlaun. Í 4. - 5 flokki kvenna fékk Ásta Lilja Harðardóttir verðlaun fyrir mestu framfarir og Sóley Ásta Sigvaldadóttir fékk verðlaun fyrir háttvísi. Í 3. flokk kvenna fékk Guðrún Margrét Jónsdóttir verðlaun fyrir framfarir og Sesselja Fanneyjardóttir fékk verðlaun fyrir háttvísi. Í 3. flokk karla fékk Kristján Bjarni Kristjánsson verðlaun fyrir mestu framfarir og Hafsteinn Svansson fékk verðlaun fyrir háttvísi.

Þess má geta að Blakdeild KA náði sínum besta árangri í yngriflokkum frá upphafi á þessu ári en félagið vann alls þrjá Íslandsmeistaratitila í: 2. fl. karla, 3. fl. kvenna og 5. fl. karla auk bronsverðlauna í 4. fl. kvenna. Það er mál manna að uppbyggingarstarfið í kring um krakkablakið sé nú að skila sér af krafti fyrir KA.

Blakdeild KA hefur ákveðið að bjóða upp á strandblaksæfingar fyrir 12 ára og eldri í sumar. Lagt verður upp með að hafa fjölbreyttar æfingar og verður briddað upp á ýmsu öðru en blaki. Æfingar verða á strandblaksvellinum við KA heimilið en einnig verður nýttur nýr útivöllur sem byggður var í fyrra við Lundarskóla en sá völlur er byggður á gerfigrasi og er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Æfingar hefjast um miðjan júní og verða auglýstar nánar á vef Blakdeildar KA www.ka-sport.is/blak