09.10.2008
Minnum á KA daginn á laugardag milli 11:00 0g 14:00. Það væri gaman að sjá sem flesta krakka og foreldra. Við verðum með ýmislegt KA
dót til sölu og hægt verður að greiða æfingagjöld og nýir iðkendur fá afhenta bolta um leið og greitt er. Síðan leikum
við okkur eitthvað í salnum.
14.09.2008
Íþróttafélögin KA – blakdeild - og UFA (Ungmennafélag Akureyrar) hafa ákveðið að taka saman höndum og bjóða upp
á íþróttaskóla í vetur fyrir krakka í 1. – 3. bekk.. Þetta er í annað sinn sem slíkt samstarf er tekið upp að
starfrækja íþróttaskóla á vegum félaganna að vetri til en veturinn 2000-2001 buðu félögin upp á
íþróttaskóla við frábærar undirtektir og mjög góða aðsókn.
08.09.2008
Æfingatöfluna má sjá
undir hlekknum "Æfingatafla" hér til vinstri. Æfingar meistaraflokka hefjast á morgun þriðjudaginn 9. september. Æfingar yngriflokka - nema 6. flokks
- fimmtudaginn 11. sept.
Athugið að æfingar 6. flokks hefjast fimmtudaginn 18. september en þá ætla Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar að hefja samstarf um
íþróttaskóla.
08.09.2008
Fyrir hönd Blakdeildar KA og BLÍ vil ég þakka öllum þeim mörgu sem aðstoðuðu við framkvæmd NEVZA mótsins hér
á Akureyri. Við höfum fundið að mótið hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun, bæði hér á Akureyri
og vítt um land. Fólk kom víða að til þess að fylgjast með mótinu og var aðsókn á leiki með ágætum og
hörkustemming í íþróttahúsunum - sérstaklega á leikjum íslensku liðanna.
Sigurður Arnar Ólafsson
05.09.2008
Íslenka liðið hefur mótið með því að mæta erfiðum andstæðinum, sænska liðinu kl. 13:00 í KA heimilinu. Klukkan
15:30 setur Sigrún Björk Jakobsdóttir mótið og fer setning fram í Höllinni. Strax á eftir mætir Íslenska karlaliðið
Englendinum. ATHUGIÐ AÐ FRÍTT ER Á ALLA LEIKI MÓTSINS
05.09.2008
Af þeim 24 landsliðsmönnum sem Ísland teflir fram á NEVZA mótinu í blaki um helgina eru 6 frá Blakdeild KA eða 25% landsliðsmanna.
Það verður að teljast athyglisverður árangur og bendir til þess að KA sé að standa sig vel í uppbyggingarstarfinu. Nú er bara
sjá hvort okkar fólk nær að standa sig um helgina.
05.09.2008
NEVZA mótið í blaki undir 19 ára (U19) landsliða verður haldið á Akureyri dagana 5.-7. september næstkomandi og er þetta í fyrsta
sinn sem mótið er haldið hér á landi. Blaksamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við Blakdeild KA.
12.07.2008
Annað stigamót BLÍ verður haldið á strandblakvellinum við KA heimilið á Akureyri í dag. Mótið er í höndum KA manna. Keppt
er í tveggja manna liðum með hefðbundnum strandblakreglum. Alls hafa 9 lið skráð sig til þátttöku. Við hetjum fólk til að
líta við á KA vellinum í dag og fylgjast með spennandi keppni.
30.06.2008
Frá og með fimmtudeginum 3. júlí verða æfingar yngriflokka í strandblaki kl 19:00-20:30 á mánudögum og fimmtudögum bæði
fyrir stráka og stelpur. Vinsamlegast klæðið ykkur í samræmi við veður.
19.06.2008
Þá eru strandblaksæfingarnar að hefjast hjá Blakdeild KA. Fyrsta æfingin verður núna á föstudaginn 20. júní á
strandblaksvellinum við KA heimilið. Það eiga allir að mæta á sama tíma (strákar og stelpur) á fyrstu æfinguna kl. 17:30-19:00.