Hilmar smassar
Það er að duga eða drepast fyrir KA í úrslitakeppninni í blaki í kvöld en liðið mætir Þrótti Reykjavík í
úrslitakeppninni í blaki. Þróttur vann fyrsta leik liðanna 3-0 í hörkuleik og það er ljóst að hart verður barist i kvöld um
sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn er kl. 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans að Háteigsvegi
í Reykjavík í kvöld. Við hvetjum KA menn í Rvk. að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.