Þrír KA menn í A-landsliðinu í blaki

Þrír leikmenn voru valdi á dögunum í A-landslið karla í blaki. Þetta eru þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir sem eru eru nýliðar í landsliðinu og Hilmar Sigurjónsson.

Landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór nú um helgina á Möltu. Skemmst er frá því að segja að liðið náði mjög góðum árangri á mótinu og lent í 2. sæti í riðlinum og heldur til Luxemborgar á næsta ári í úrslitariðilinn. Nánari fréttir af leikjum liðsins má sjá á http://www.bli.is/  

Allir leikmenn KA eru ungir að árum 19 og 20 ára og spiluð ekki mikið í mótinu. Þeir fengu þó allir að spreyta sig töluvert í leiknum við Kípur í síðasta leik mótsins og stóðu sig með ágætum þó Ísland tapaði reyndar gegn mjög sterku liði Kýpur 3-0 . Fyrsta hrinan fór 25-18, önnur 25-23 og sú þriðja 25-18. Þess má geta að Kípur hefur lengi verið í sérflokki meðal smáþjóða í blakíþróttinni í karlaflokki  og hefur nánast alltaf unnið smáþjóðamótin.