Fréttir

Heimaleikur gegn Breiðablik

KA tekur á móti Breiðablik í 12. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli klukkan 17:00. KA vann glæsilegan 6-3 sigur á ÍBV í síðustu umferð og situr fyrir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 15 stig

Ólafur Aron með nýjan samning við KA

Miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson skrifaði undir nýjan samning við KA sem gildir út árið 2019. Þetta eru miklar gleðifregnir enda hefur Ólafur Aron verið öflugur í sumar og komið við sögu í 8 leikjum af 11 í Pepsi deildinni og þá lék hann einnig eina Bikarleik KA í sumar

Tölfræði sumarsins til þessa

Tímabilið er hálfnað í Pepsi deildinni og ekki úr vegi að renna aðeins yfir tölfræði og gengi KA til þessa en KA situr í 5. sæti deildarinnar. Aðalsteinn Halldórsson tók tölfræðina saman og myndirnar eru teknar af Sævari Sigurjónssyni ljósmyndara.

Magnaður sigur á ÍBV í markaleik

KA vann í dag magnaðan sigur á ÍBV í miklum markaleik þar sem alls voru skoruð níu mörk.

Svekkjandi tap í Grindavík

KA sótti Grindvíkinga heim í nýliðaslag í 10. umferð Pepsi deildar karla. Bæði lið höfðu byrjað mótið af krafti og var búist við hörkuleik sem úr varð.

N1 mótið byrjað! KA-TV sýnir beint

N1 mót okkar KA manna er hafið og stendur fram að 16:00 á laugardeginum. Í ár eru 30 ár frá fyrsta mótinu en mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 188 liðum sem keppa í 7 mismunandi deildum sem gera alls 792 leiki!

Þór/KA lagði Breiðablik í baráttuleik

Það var enginn smá slagur á Kópavogsvelli í dag þegar toppliðin í Pepsi deild kvenna mættust. Ljóst var að okkar stelpur í Þór/KA myndu halda toppsætinu en stóra spurningin var hversu stórt forskotið yrði

Risaleikur hjá Þór/KA í dag

Kvennalið Þórs/KA á risaleik í dag þegar liðið sækir Bikarmeistara Breiðabliks heim í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og hvetja stelpurnar til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Þór/KA gerði jafntefli á Valsvelli

Það kom að því að eitthvað lið næði að kroppa stig af okkar stelpum og það gerðist í kvöld á Valsvelli. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan á erfiðum útivelli.

Þór/KA sækir Val heim

Kvennalið Þórs/KA sækir Val heim í gríðarlega mikilvægum leik. Leikurinn fer fram á Valsvelli á þriðjudaginn klukkan 18:00.