Í gær fór fram lokahóf knattspyrnudeildar KA og var mikil gleði á svæðinu enda má með sanni segja að liðið hafi staðið sig með prýði í sumar og leikur áfram í deild þeirra bestu næsta ár. Eins og venja er voru nokkrir aðilar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína yfir tímabilið.
Efnilegasti leikmaður liðsins var valinn Ásgeir Sigurgeirsson.
Dorrann hlaut Steingrímur Birgisson
Móðann hlaut Hallgrímur Mar Steingrímsson
Markahæstu leikmenn liðsins í Pepsi deildinni voru Elfar Árni Aðalsteinsson og Emil Sigvardsen Lyng en þeir skoruðu báðir 9 mörk
Efnilegasti leikmaðurinn var valinn Ásgeir Sigurgeirsson
Besti leikmaður tímabilsins var valinn Hallgrímur Mar Steingrímsson en hann var einnig valinn bestur af Schiöthurum.
Schiötharar völdu svo 6-3 sigur KA á ÍBV sem eftirminnilegasta leik sumarsins.
Stuðningsmenn liðsins voru valdir bestu stuðningsmenn deildarinnar bæði í fyrri og seinni umferðinni sem er glæsilegt og óskum við ykkur öllum til hamingju með það.
Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var með myndavélina á lofti og má sjá myndirnar hans frá lokahófinu með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir frá lokahófinu.
Hér má svo sjá myndband sem sýnt var á lokahófinu en í því má sjá öll mörk KA þetta tímabilið.