Sandra Mayor og Bianca Sierra áfram hjá Þór/KA

Frábærar fréttir! (Mynd: Sævar Geir)
Frábærar fréttir! (Mynd: Sævar Geir)

Þær Sandra Stephany Mayor og Bianca Sierra skrifuðu nú í kvöld undir nýjan samning við Íslandsmeistara Þórs/KA og leika því með liðinu á næstu leiktíð. Þetta eru frábærar fréttir enda eru þær algjörir lykilmenn í liðinu.

Báðar eru þær í Mexíkóska landsliðinu og þá var Sandra Mayor valinn besti leikmaðurinn á nýliðnu Íslandsmóti. Forráðamenn Þórs/KA stefna á að framlengja samninga við fleiri leikmenn og reyna að halda áfram þessum góða kjarna.