Íslandsmeistarar Þór/KA mæta í Kaplakrika á morgun og mæta þar liði FH í 5. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en FH er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Þór/KA er á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með fullt hús stiga.
Liðin mættust í eftirminnilegum leik í lokaumferð deildarinnar í fyrra, Þór/KA þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og eftir mikla dramatík vannst á endanum 2-0 sigur þar sem Sandra María Jessen og Sandra Mayor skoruðu mörk okkar liðs.
Það verður áhugavert að fylgjast með leiknum á morgun, toppbaráttan verður gríðarlega hörð og ljóst að stelpurnar ætla sér 3 stig á morgun og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!