16.07.2018
Um helgina fór fram hið árlega Símamót en mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu og fer mótið fram í Kópavogi í umsjá Breiðabliks. KA mætti með alls 16 lið til leiks, 6 í 5. flokki, 7 í 6. flokki og 3 í 7. flokki og má með sanni segja að stelpurnar okkar hafi staðið sig frábærlega á mótinu
15.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Vladimir Tufegdzic hafa komist að samkomulagi um að Vladimir gangi til liðs við KA og leiki með liðinu út tímabilið. Þessi 27 ára gamli Serbi mun gefa sóknarlínu KA meiri breidd og er mikil ánægja með komu hans hingað norður
13.07.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir síðari hluta Pepsi deildar kvenna með komu Stephanie Bukovec. Stephanie er markvörður en Sara Mjöll Jóhannsdóttir sem hefur verið varamarkvörður liðsins er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna og því vantaði að fylla í markvarðarstöðuna
13.07.2018
Það er mikil viðurkenning fyrir yngri flokkastarfið hjá KA þegar krakkar úr okkar röðum eru valdir í verkefni hjá yngri landsliðum Íslands. Nýlega voru 4 aðilar úr KA valdir í verkefni í fótboltanum og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með það
12.07.2018
Það var búist við hörkuleik í Grindavík í dag eins og venja er þegar KA og Grindavík mætast en liðin hafa eldað grátt silfur á síðustu árum. Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki unnið í Grindavík frá árinu 2007 og voru strákarnir staðráðnir í að breyta því
11.07.2018
Hasarinn heldur áfram í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, þegar KA sækir Grindvíkinga heim suður með sjó. Leikurinn er liður í 12. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00, fyrir þá sem ekki komast til Grindavíkur þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
10.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í kvöld á móti Stjörnunni í lokaleik fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna. Þriðja leikinn í röð voru stelpurnar að leika innbyrðisleik í toppbaráttunni og voru ansi mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið
10.07.2018
32. N1-móti KA lauk á laugardaginn en mótið hófst á miðvikudeginum. Við þökkum öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir hve vel til tókst, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar, gestir eða sjálfboðaliðar. Alls fóru fram 840 leikir á mótinu sem er nýtt met en það gerir 25.200 mínútur af fótbolta sem eru 420 klukkustundir
09.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Stjörnunni á Þórsvelli á morgun, þriðjudag, klukkan 18:00. Þetta er þriðji toppslagurinn í röð hjá stelpunum en þær unnu Breiðablik 2-0 og gerðu 0-0 jafntefli við Val í síðustu leikjum. Fyrir leikinn er Þór/KA í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Breiðablik er á toppnum með 21 stig
05.07.2018
KA tók á móti Fjölni í kvöld í 11. umferð Pepsi deildar karla, þrátt fyrir fína spilamennsku í undanförnum leikjum þá var KA liðið án sigurs í síðustu þremur leikjum og var komið í botnbaráttu. Það voru því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir okkar lið og á sama tíma fyrir gestina en með sigri gátu Fjölnismenn komist í þægilega stöðu og 6 stigum frá okkar liði