Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í hádeginu og fengu Íslandsmeistarar Þórs/KA svakalegan heimaleik en liðið dróst á móti Stjörnunni. Áætlað er að leikur liðanna fari fram 1.-3. júní og er ljóst að stelpurnar fara ekki auðveldustu leiðina að bikarúrslitaleiknum í ár.
Liðin mættust í 8-liða úrslitum keppninnar á síðustu leiktíð og fóru Stjörnustúlkur með 3-2 sigur af hólmi eftir að Þór/KA hafði komist í 1-2 með mörkum frá Söndru Mayor og Söndru Maríu Jessen.