Fréttir

Mikilvægur heimaleikur gegn FH á sunnudag

Það er risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti FH. 13 umferðir eru búnar í Pepsi Max deildinni og má með sanni segja að mikil spenna sé framundan. KA liðið er í 10.-11. sæti með 13 stig en FH er í 6. sætinu með 19 stig. Sigur á sunnudaginn myndi því breyta ansi miklu

KA Podcastið: KA stemningin er einstök

Hjalti Hreinsson fær Óla Stefán Flóventsson þjálfara KA til sín í spjall í KA Podcastinu. Þeir félagar fara vel yfir sumarið til þessa sem og stöðuna sem liðið er í nú þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Það má með sanni segja að spjallið sé skemmtilegt en líka áhugavert og flott upphitun fyrir heimaleikinn á sunnudaginn

David Cuerva til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag annan öflugan spænskan liðsstyrk er David Cuerva Barroso skrifaði undir samning út árið við félagið. David er 28 ára miðjumaður sem mun veita sóknarlínu okkar aukinn kraft

Myndaveislur frá hörkuleik KA og ÍA

KA og ÍA mættust í svakalegum baráttuleik á Greifavellinum í gær. Leikmenn voru fastir fyrir og létu svo sannarlega finna fyrir sér, alls fóru 9 spjöld á loft í gær, þar af 6 í fyrri hálfleik. Að lokum þurftu liðin að skipta stigunum á milli sín eftir 1-1 jafntefli

Iosu Villar til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk er Spánverjinn Iosu Villar skrifaði undir samning út árið við félagið. Iosu er 32 ára öflugur miðjumaður og mun koma með aukna vídd í leik liðsins

Kemst Þór/KA í bikarúrslitaleikinn?

Þór/KA mætir KR á Meistaravöllum á morgun, laugardag, í undanúrslitum Mjólkurbikarsins kl. 14:00. Stelpurnar hafa gert gríðarlega vel að komast alla leiðina í undanúrslitin en í síðustu umferð slógu þær út topplið Vals eftir svakalegum leik með sigurmarki á lokamínútunum

Ívar Örn snýr aftur til KA úr láni

KA hefur kallað Ívar Örn Árnason til baka úr láni frá Víking Ólafsvík þar sem hann hefur leikið í sumar. Ívar Örn er uppalinn í KA en hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum og því verið lánaður til Magna og Víkings Ólafsvík

Helsingborg og KA ná samkomulagi um Daníel

Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Sænska liðið Helsingborgs IF um kaup á Daníel Hafsteinssyni. Daníel sem verður 20 ára seinna á árinu hefur verið í algjöru lykilhlutverki á miðjunni í KA liðinu og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar leikið 48 leiki fyrir liðið og gert í þeim 6 mörk

Stórleikur hjá Þór/KA í kvöld

Það er enginn smá leikur framundan hjá Þór/KA í kvöld er liðið tekur á móti stórliði Vals í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Fyrir leikinn er Valur á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað tveimur stigum. Á sama tíma er okkar lið í 3. sætinu og má því búast við hörkuleik

KA vann sigur á Símamótinu í 6. flokki

Símamótið fór fram um helgina og átti KA alls 11 lið á mótinu og spreyttu þar stelpur í 6. og 7. flokki listir sínar. Það má með sanni segja að stelpurnar okkar hafi staðið sig frábærlega en 9 lið kepptu í 6. flokki og 2 í 7. flokki. KA 1 gerði sér lítið fyrir og vann sigur í efstu deild í 6. flokki og standa því uppi sem Símamótsmeistarar