29.08.2019
N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni
25.08.2019
KA og KR gerðu í dag markalaust jafntefli á Greifavellinum á Akureyri í dag að viðstöddum rúmlega 700 áhorfendum. Leikurinn var afar jafn og niðurstaðan eftir því.
23.08.2019
Nú eru aðeins 5 umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og má með sanni segja að gríðarleg spenna sé til staðar. KA liðið stendur í 10. sæti með 20 stig og er tveimur stigum frá fallsæti, á sama tíma eru einungis 5 stig upp í 5. sæti deildarinnar
14.08.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA var í dag valin í U19 landsliðið sem fer til Svíþjóðar í lok ágúst og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Kareni en hún er aðeins 18 ára gömul og tekur þátt í sínum fyrstu leikjum fyrir U19 ára landsliðið
12.08.2019
KA gerði sér lítið fyrir og vann frábæran 4-2 sigur á Stjörnunni á Greifavellinum í gær. Aðstæður á vellinum voru mjög erfiðar en KA liðið sýndi magnaðan karakter og sótti öruggan sigur að lokum sem hefði hæglega getað orðið stærri
06.08.2019
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og flestir þekkja hann sem mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson við stjórnun KA liðsins út sumarið. Sveinn Þór Steingrímsson hefur látið af starfi sínu sem aðstoðarþjálfari KA liðsins og hefur tekið við liði Magna sem leikur í Inkasso deildinni
30.07.2019
KA Podcastið heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fær hann Hjalti Hreinsson þá Ívar Örn Árnason og Halldór Jón Sigurðsson (Donna) í skemmtilegt spjall. Bæði KA og Þór/KA unnu leiki sína um helgina og voru þeir félagar því eðlilega léttir og glaðir í spjallinu í Árnastofu
29.07.2019
KA tók á móti FH á Greifavellinum í gær í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn var KA í 10.-11. sæti og þurfti því á stigi eða stigum að halda. Það var einnig pressa á gestunum sem sátu í 7. sætinu og ljóst að um hörkuleik yrði að ræða
29.07.2019
Þór/KA tók á móti ÍBV í 12. umferð Pepsi Max deildar kvenna um helgina. Það vantaði nokkra stóra pósta í okkar lið en þrátt fyrir það voru stelpurnar staðráðnar í að sækja sigurinn enda baráttan í deildinni gríðarlega jöfn og ljóst að hvert stig mun skipta sköpum þegar upp er staðið
28.07.2019
Sveinn Margeir Hauksson skrifaði rétt í þessu undir samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2022 en KA og Dalvík hafa náð saman um félagaskipti leikmannsins. Sveinn Margeir mun þó klára núverandi tímabil með Dalvík á láni frá KA