Risaleikur hjá Þór/KA í kvöld

Ágústa og stelpurnar ætla sér sigurinn!
Ágústa og stelpurnar ætla sér sigurinn!

Einn af stærstu leikjum sumarsins er í kvöld er Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan 18:30 á Þórsvelli. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stórskemmtilegir og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið.

Þá er um að gera að renna yfir skemmtilega leikskrá um Þór/KA sem er aðgengileg hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að skoða leikskrá Þórs/KA

Stelpurnar ætla sér sigurinn í kvöld og þurfa á þínum stuðning að halda, hlökkum til að sjá ykkur og áfram Þór/KA!