Fréttir

Hákon, Iðunn og Ísabella í Knattspyrnuskóla KSÍ

Knattspyrnuskóli KSÍ fór fram í Garði í vikunni undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar og Aðalbjarnar Hannessonar. Lúðvík er þjálfari U-15 ára liða Íslands og Hæfileikamótunar KSÍ og Alla þekkjum við vel enda yfirþjálfari hjá okkur í KA

KA fékk Háttvísisverðlaun KSÍ á Greifamótinu

Greifamót KA fór fram í fjórða skiptið á dögunum en þar leika listir sínar stelpur í 7. flokki. Stelpurnar eru margar hverjar að spila sína fyrstu leiki á mótinu og má með sanni segja að stemningin á mótinu sé einstaklega skemmtileg

Glæsilegir fulltrúar KA á TM-mótinu

KA sendi á dögunum 45 stelpur til leiks á TM-mótið í Vestmannaeyjum þar sem stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði bæði innan sem og utan vallar. Það má með sanni segja að stelpurnar hafi verið félaginu okkar til fyrirmyndar en þær urðu Álseyjarmeistarar auk þess sem þær voru valdar prúðasta liðið

Fyrst KA-kvenna í atvinnumennsku í fótbolta

Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir stökk út í djúpu laugina í desember sl. þegar hún gerði tveggja ára samning við Linköpings FC, eitt af sterkustu liðum Svíþjóðar. Eftir því sem næst verður komist er Rakel fyrsta uppalda KA-stelpan sem gerir atvinnumannasamning í fótbolta.

KA vann Argentísku deildina á N1 mótinu

33. N1 móti KA lauk um helgina en um er að ræða stærsta mótið hingað til. Alls var keppt í 8 deildum, keppendur um 2.000, 204 lið frá 49 félögum og alls 888 leikir sem gera 26.640 mínútur af fótbolta. Mótið heppnaðist mjög vel og ríkti mikil gleði á mótinu og ekki skemmdi fyrir að veðrið var mjög gott þegar leið á mótið

N1 og KA gera nýjan fjögurra ára samning

Knattspyrnudeild KA og N1 gengu frá nýjum fjögurra ára samning sem skrifað var undir á N1 móti KA sem fer fram þessa dagana. Samningurinn felur í sér stuðningi N1 um framkvæmd N1 mótsins til næstu fjögurra ára auk þess sem félagið verður aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildar KA

Greifamót KA fer fram um helgina

Um helgina fer fram hið árlega Greifamót KA þar sem stelpur í 7. flokki leika listir sínar í fótbolta. Mótið er gríðarlega skemmtilegt en þarna taka margar stelpur sín fyrstu skref í fótboltanum og má með sanni segja að gleðin sé allsráðandi

Björgvin Máni á úrtaksæfingar hjá U-15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í gær hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 24.-28. júní. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum

Glæsilegur árangur KA á Set-mótinu

Set-mótið fór fram um síðustu helgi á Selfossi en þar leika listir sínar strákar á yngra ári í 6. flokki. Alls sendi KA 6 lið á mótið eða samtals 36 strákar. Set-mótið er gríðarlega sterkt mót þar sem flest af öflugustu liðum landsins mæta til leiks

Hörkuleikur framundan á laugardaginn

Það er alvöru leikur á Greifavellinum á laugardaginn þegar Grindvíkingar mæta norður. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og ljóst að við þurfum öll að fjölmenna á völlinn til að tryggja þrjú mikilvæg stig. Aðeins einu stigi munar á liðunum og er þetta fyrsti leikurinn í deildinni eftir landsliðspásu