Fréttir

Úrvalslið Inkasso: 6 frá KA!

Fotbolti.net valdi í dag úrvalslið Inkasso deildarinnar en deildinni lauk um síðustu helgi. Eins og við vitum vel og leiðist ekki að rifja upp þá vann KA öruggan sigur í deildinni og það sést glögglega á úrvalsliðinu

Ótrúlegur leikur í Eyjum tryggði Þór/KA 4. sætið

Kvennalið Þórs/KA gerði í dag 3-3 jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum sem þýðir að liðið endar í 4. sæti Pepsi deildarinnar í ár. Heimastúlkur hefðu með sigri farið upp fyrir Þór/KA en góð byrjun okkar liðs kom í veg fyrir þá drauma Eyjastúlkna.

Lokahófið: Guðmann og Rajko bestir (myndband)

Lokahóf knattspyrnudeildar KA var haldið síðustu helgi eftir 0-3 útisigurinn á Þór. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu eðlilega enda stóð liðið uppi sem öruggur sigurvegari í Inkasso deildinni . Uppselt var á lokahófið og komust því færri að en vildu

Tölfræði sumarsins: Besta liðið í Inkasso

Nú þegar Inkasso deildinni er lokið og við KA-menn búnir að fagna sigri liðsins í deildinni vel og innilega er gaman að líta yfir sumarið og renna yfir nokkra skemmtilega tölfræðipunkta. Aðalega er stuðst við upplýsingar úr gagnagrunni KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan hefur tekið saman í sumar

Tölfræði KA í 1. deildinni í 12 ár

Mogga-maðurinn Einar Sigtryggsson sendi KA skemmtilega tölfræðimola um leiki liðsins í 1. deildinni undanfarin 12 ár.

Stórkostlegur sigur á Þórsvelli

Nýkrýndir Deildarmeistarar KA sóttu nágranna sína í Þór heim á laugardaginn í lokaumferð Inkasso deildarinnar. Þó staðan í deildinni hafi verið ráðin var montrétturinn í bænum undir en KA hafði fyrir leikinn unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna, þar á meðal 0-3 sigur á Þórsvelli í fyrra

Guðmann Þórisson gerir tveggja ára samning við KA

Þau gleðitíðindi bárust KA-mönnum nú rétt í þessu að Guðmann Þórisson hefði gert nýjan samning við KA sem gildir til næstu tveggja ára.

KA meistari eftir sigur á Grindavík

KA tók í gær á móti Grindvíkingum í uppgjöri toppliða Inkasso deildarinnar. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í efstu deild að ári en KA gat með jafntefli eða sigri tryggt sér efsta sæti deildarinnar og þar með fengið að lyfta Deildarmeistarabikarnum á heimavelli.

Lokahóf yngriflokka og KA mætir Grindavík á laugardag

Það stefnir allt í magnaðann dag á laugardaginn á Akureyrarvelli. Ekki láta þig vanta

Fjarðabyggð - KA í dag, bein útsending hjá KA-TV

KA mætir í dag Fjarðabyggð á útivelli klukkan 15:00 en leikurinn er liður í 20. umferð Inkasso deildarinnar. Mikið hefur rignt fyrir austan að undanförnu og er ekki óséð hvort leikið verði á Eskjuvelli eða í Fjarðabyggðarhöllinni