Tölfræði KA í 1. deildinni í 12 ár

Mogga-maðurinn Einar Sigtryggsson sendi KA skemmtilega tölfræðimola um leiki liðsins í 1. deildinni undanfarin 12 ár.

Þar hefur Einar tekið saman leiki liðsins gegn þeim liðum sem hafa verið með okkur í deildinni undanfarin 12 ár og hvernig okkur hefur gengið gegn þeim, á heimavelli og útivelli.

Á þessum 12 árum lék KA 256 leiki í deildinni, vann 110, tapaði 91 og gerði 51 jafntefli. Best gekk okkur gegn Völsungum og Leikni Fáskrúðsfirði en verst gegn Stjörnunni og Breiðablik!