Úrvalslið Inkasso: 6 frá KA!

Ásgeir er efnilegasti leikmaðurinn í Inkasso!
Ásgeir er efnilegasti leikmaðurinn í Inkasso!

Fotbolti.net valdi í dag úrvalslið Inkasso deildarinnar en deildinni lauk um síðustu helgi. Eins og við vitum vel og leiðist ekki að rifja upp þá vann KA öruggan sigur í deildinni og það sést glögglega á úrvalsliðinu.

Ásgeir Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar en þetta höfðu fotbolti.net menn að segja um Ásgeir:

"Hinn 19 ára gamli Ásgeir kom til KA á láni frá Stabæk síðastliðinn vetur eftir að hafa jafnað sig af erfiðum hnémeiðslum. Ásgeir átti frábært sumar og skoraði mörk mikilvæg mörk fyrir KA. Húsvíkingurinn skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Selfyssingum í leiknum sem Pepsi-deildar sætið var tryggt í."

Alls eru 6 leikmenn frá KA í byrjunarliðinu og 2 eru á bekknum! Það ætti ekki að koma neinum á óvart að KA á flesta leikmenn í liðinu. Þá er gaman að segja frá því að Guðmann Þórisson fékk fullt hús stiga í kosningunni. 11 leikmenn KA fengu atkvæði í kosningunni sem segir ansi mikið um breidd hópsins í sumar. En svona lítur úrvalsliðið út:

Úrvalslið ársins 2016: 
Srdjan Rajkovic - KA 

Hrannar Björn Steingrímsson – KA 
Guðmann Þórisson - KA 
Andy Pew – Selfoss 
Jósef Kristinn Jósefsson - Grindavík 

Ásgeir Sigurgeirsson – KA 
Alexander Veigar Þórarinsson – Grindavík 
Hallgrímur Mar Steingrímsson - KA 

Hákon Ingi Jónsson - HK
Gunnar Örvar Stefánsson – Þór 
Elfar Árni Aðalsteinsson - KA 

 

Varamannabekkur: 
Atli Gunnar Guðmundsson - Huginn 
Björn Berg Bryde - Grindavík 
Aleksandar Trnicic - KA 
Gunnar Þorsteinsson - Grindavík 
Sigurbergur Elísson - Keflavík 
Almarr Ormarsson - KA 
Kristófer Páll Viðarsson - Leiknir F.