Fréttir

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar og kvöldmatur á fimmtudag

Það er nóg um að vera á fimmtudaginn í KA-heimilinu. Klukkan 19:30 verður síðasta matarkvöldið í KA-heimilinu en þar verður boðið upp á nautarib-eye, franskar og bernaise-sósu. Það kostar 2000kr, sem er gjöf en ekki gjald fyrir hlaðborð af bestu gerð. Klukkan 20:30 er síðan árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar þar sem Túfa mun kynna til leiks lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Léttar veitingar verða í boði.

Þór/KA hefur leik - Valskonur mæta í Bogann

Á fimmtudaginn kl. 17:45 mætir Þór/KA Val í fyrsta leik Pepsi-deildar kvenna.

Leikmannakynning Þór/KA í KA-heimilinu á mánudag

Mánudaginn 24. apríl kl. 20:00 verður kynning á Pepisdeildarliði Þór/KA og 2. flokki félagsins í KA-heimilinu. Lið sumarsins verða kynnt ásamt nýjum búningi liðsins. Veitingar í boði - allir hjartanlega velkomnir

Skráning í rútuferð á fyrsta útileik sumarsins hafin

Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðblik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.

KA tekur á móti Grindavík á Skírdag í Boganum

KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum kl. 17:15 á Skírdag

Emil Lyng í raðir KA

Danski sóknarmaðurinn, Emil Lyng, hefur komist að samkomulagi við KA um að leika með liðinu út tímabilið, sem hefst eftir rétt einn mánuð

Túfa framlengir samning sinn við KA

Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður framlengdi í gær samning sinn við KA til tveggja ára. Þetta eru frábær tíðindi fyrir KA en Túfa hefur verið aðalþjálfari liðsins undanfarið eitt og hálft ár.

Samstarf KA og Þórs um rekstur Þór/KA tryggt

Nýr samningur er frágenginn milli Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar um áframhaldi samstarf félaganna og rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu.

Vinstri bakvörður til reynslu hjá KA

Darko Bulatovic, 27 ára gamall Svartfellingur, er á leið til KA á reynslu.

Aron Dagur framlengir um þrjú ár

Aron Dagur Birnuson framlengdi samning sinn við KA til þriggja ára