Fjarðabyggð - KA í dag, bein útsending hjá KA-TV

Pepsi er klárt en strákarnir vilja vinna deildina
Pepsi er klárt en strákarnir vilja vinna deildina

KA mætir í dag Fjarðabyggð á útivelli klukkan 15:00 en leikurinn er liður í 20. umferð Inkasso deildarinnar. Mikið hefur rignt fyrir austan að undanförnu og er ekki óséð hvort leikið verði á Eskjuvelli eða í Fjarðabyggðarhöllinni.

KA tryggði sér sæti meðal þeirra bestu um síðustu helgi þegar liðið lagði Selfoss að velli 1-0. Enn eru þó þrír leikir eftir og munar aðeins einu stigi á KA og Grindavík sem er í öðru sæti þannig að enn er hart barist um Deildarmeistaratitilinn. Á sama tíma eru Austfirðingar í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni þannig að bæði lið ætla sér klárlega öll stigin í dag.

KA-TV verður með beina útsendingu frá leiknum og hvetjum við fólk til að fylgjast með ka.is/katv þegar nær dregur leiks.

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 KA 19 13 3 3 33  -  14 19 42
2 Grindavík 19 12 5 2 46  -  15 31 41
3 Keflavík 19 7 9 3 25  -  18 7 30
4 Þór 19 9 2 8 28  -  30 -2 29
5 Leiknir R. 19 8 3 8 20  -  26 -6 27
6 Haukar 19 8 2 9 27  -  32 -5 26
7 Fram 20 7 5 8 23  -  28 -5 26
8 Selfoss 20 5 9 6 23  -  23 0 24
9 Huginn 19 5 5 9 18  -  25 -7 20
10 HK 19 4 6 9 25  -  37 -12 18
11 Fjarðabyggð 19 3 8 8 23  -  28 -5 17
12 Leiknir F. 19 4 3 12 24  -  39 -15 15