Flýtilyklar
30.11.2018
Alexander Groven til liðs við KA
KA barst í dag mikill liðsstyrkur frá Noregi er Alexander Groven skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Alexander er 26 ára örvfættur bakvörður og hefur mikla reynslu af fótbolta á háu stigi en hann hefur leikið 93 leiki í efstu deild í Noregi og gert í þeim þrjú mörk
Lesa meira
30.11.2018
Callum Williams framlengir við KA
Þær gleðifregnir voru tilkynntar á föstudagsframsögu dagsins að Callum Williams hefði framlengt samningi sínum við KA um eitt ár. Callum sem er 27 ára gamall miðvörður hefur leikið með KA frá árinu 2015. Hann hefur spilað 79 leiki fyrir félagið og gert í þeim alls þrjú mörk
Lesa meira
27.11.2018
Óli Stefán ræðir málin í Taktíkinni
Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Óli Stefán Flóventsson sem tók nýverið við sem þjálfari KA var viðmælandi Skúla í síðasta þætti þar sem hann ræddi hina ýmsu kanta knattspyrnunnar og framhaldið hjá KA
Lesa meira
27.11.2018
Lára Kristín Pedersen í Þór/KA
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Láru Kristínu Pedersen um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Lára Kristín er öflugur miðjumaður og hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar á undanförnum árum. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst mjög ánægður með að fá hana norður
Lesa meira
27.11.2018
Föstudagsframsagan: Tómas Þór
Föstudagsframsagan hefur slegið í gegn og núna á föstudaginn leggjum við allt undir! Fjölmiðlamaðurinn Tómas Þór Þórðarson mætir í KA-Heimilið og fer yfir fótboltann hjá KA undanfarin ár eins og honum einum er lagið
Lesa meira
22.11.2018
KA og Þór framlengja samstarfið um rekstur Þórs/KA
Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór hafa undirritað nýjan samning um rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu, sem og í 2. flokki kvenna. Samningurinn er í raun framlenging á eldri samningi sem undirritaður var í mars 2017 og mun nýi samningurinn gilda til haustsins 2023
Lesa meira
21.11.2018
Jólabingó á sunnudaginn
Það verður svo sannarlega gaman í Naustaskóla á sunnudaginn þegar jólabingó yngri flokka KA í knattspyrnu fer fram. Fjörið hefst klukkan 14:00 og eru allir velkomnir að koma og taka þátt. Yngriflokkar KA í knattspyrnu bjóða upp á fríar rútuferðir úr skóla og út í Boga þar sem krakkarnir æfa og er bingó-ið liður í fjármögnun rútuferðanna
Lesa meira
21.11.2018
Daníel og Aron Elí sóttu brons í Kína
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri lék á dögunum á æfingamóti í Kína. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þeir Aron Elí Gíslason og Daníel Hafsteinsson. Það var ljóst að þetta mót var gott tækifæri fyrir okkar stráka auk þess sem það er mikið ævintýri að koma til Kína
Lesa meira
20.11.2018
Bryndís Lára áfram hjá Þór/KA
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við Þór/KA og verður því í röðum liðsins næstu þrjú árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi en Bryndís Lára var algjör lykilmaður sumarið 2017 þegar liðið varð Íslandsmeistari en það var hennar fyrsta tímabil með liðinu
Lesa meira
16.11.2018
Stórt Stefnumót á laugardaginn
Það verður engin smá veisla í Boganum á morgun, laugardag, þegar Stefnumót KA fyrir 6.-8. flokk karla og kvenna fer fram. Þetta er stærsta Stefnumót KA til þessa og verða keppendur um 840 talsins, þar af 220 hjá KA. Alls taka þátt 155 lið á mótinu og þar á meðal eru 44 lið frá KA
Lesa meira