Flýtilyklar
Jólabingó á sunnudaginn
Það verður svo sannarlega gaman í Naustaskóla á sunnudaginn þegar jólabingó yngri flokka KA í knattspyrnu fer fram. Fjörið hefst klukkan 14:00 og eru allir velkomnir að koma og taka þátt. Yngriflokkar KA í knattspyrnu bjóða upp á fríar rútuferðir úr skóla og út í Boga þar sem krakkarnir æfa og er bingó-ið liður í fjármögnun rútuferðanna.
Spjaldið kostar 1.000 krónur en hægt er að fá þrjú spjöld á 2.500 krónur. Það verða fjölmargir vinningar í boði þar á meðal spjaldtölva, ýmsar matarkörfur, gjafabréf og allskonar fleira.
Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta og taka þátt í gleðinni, með því að taka þátt ertu að styðja við gríðarlega gott framtak sem stuðlar að því að krakkar í 6. og 7. flokk eiga auðveldara með að stunda knattspyrnuiðkun yfir veturinn.
Þá bendum við á að það er frítt fyrir iðkendur KA og börn yngri en 12 ára.