Flýtilyklar
31.12.2022
Tilnefningar til íþróttakonu KA 2022
Sex konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
Lesa meira
31.12.2022
Tilnefningar til þjálfara ársins 2022
Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2022. Þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
Lesa meira
30.12.2022
Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2022
Sex lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins hjá félaginu árið 2022 en þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
Lesa meira
30.12.2022
Tilnefningar til Böggubikarsins 2022
Böggubikarinn verður afhendur í níunda skiptið á 95 ára afmæli KA í janúar en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2022 frá deildum félagsins
Lesa meira
29.12.2022
Jóhann Mikael skrifar undir fyrsta samninginn
Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA
Lesa meira
27.12.2022
Frábært framtak strákanna til barnadeildar SAk
Leikmenn meistaraflokks KA í knattspyrnu gerðu heldur betur góðverk fyrir jól þegar strákarnir komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Strákarnir höfðu safnað saman fjórum ísskápum, örbylgjuofn, spjaldtölvu sem og hina ýmsu drykki til að fylla á kælana
Lesa meira
18.12.2022
Dagbjartur og Valdi með fyrstu mörkin sín
KA mætti Tindastól í öðrum leik liðsins í Kjarnafæðimótinu í Boganum í gær en KA liðið hafði unnið 6-0 sigur á Þór 2 í fyrsta leik sínum og mættu strákarnir af sama krafti í leik gærdagsins
Lesa meira
10.12.2022
Sannfærandi sigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins
KA hóf leik á Kjarnafæðismótinu í gær er strákarnir mættu Þór 2 en liðin leika í A-riðli. Efsta liðið fer áfram í úrslitaleik mótsins og því mikilvægt að byrja mótið vel og það gerðu strákarnir okkar svo sannarlega
Lesa meira
09.12.2022
Kjarnafæðismótið hefst í dag, KA - Þór 2
Fótboltinn fer aftur að rúlla þegar Kjarnafæðismótið hefst í kvöld með nágrannaslag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 19:00 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu og verður áhugavert að sjá hvernig strákarnir mæta til leiks í fyrsta æfingaleiknum
Lesa meira
03.12.2022
Jólafótbolti 21. og 22. des - skráning hafin!
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir skemmtilegum jólabolta dagana 21. og 22. desember næstkomandi fyrir hressa stráka og stelpur í 4., 5. og 6. flokk. Ýmsar skemmtilegar æfingar verða í boði ásamt leikjum og keppnum sem ættu að koma öllum í rétta gírinn fyrir jólin
Lesa meira