Loksins, loksins eru peysurnar sem fylgja æfingagjöldunum í handbolta hjá yngriflokkum KA og KA/Þór tilbúnar til afhendingar. Peysurnar verða afhentar í KA-heimilinu á föstudaginn milli 14:00 og 18:00. Við biðjum alla að koma við á þessum tíma og sækja peysurnar. Foreldrar verða að sækja peysurnar fyrir krakka í 5. flokk og niðrúr, krakkar í 4. fl og eldri geta sótt sínar peysur sjálf.
Til þess að fá peysuna afhenta verður að vera búið að greiða/gera grein fyrir æfingagjöldum vetrarins 2017/2018.
Peysurnar verða afhentar inn í félagsheimili.
Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!