Það eru stórleikir á laugardaginn í handboltanum. Kvennalið KA/Þórs getur tryggt sigur í Grill 66 deildinni í hreinum úrslitaleik gegn HK og karlalið KA mætir HK í algjörum toppslag.
Það verður fullt af fjöri í KA-Heimilinu á sama tíma en á milli leikja verða pylsur frá Kjarnafæði í boði ásamt Coca-Cola og Svala frá Vífilfell. Fyrir ársmiðahafa verður veisla frá Lemon.
40 fyrstu sem kaupa miða fá húfu frá Varma en einungis kostar 1.500 krónur á báða leikina eða 1.000 krónur á stakan leik. Við þurfum á þér að halda í stúkunni, ekki láta þig vanta, áfram KA og áfram KA/Þór!