KA/Þór leikur í kvöld lokaleik sinn í vetur er liðið tekur á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru svo sannarlega klárar í slaginn og ætla sér að enda frábært tímabil með góðum sigri á öflugu liði Garðbæinga.
Það er frítt á leikinn í boði Íslandsbanka og PWC auk þess sem karlalið KA grillar pylsur fyrir alla sem vilja. Fylkjum liði í KA-Heimilið í kvöld og hyllum okkar magnaða lið sem hefur tryggt sér 5. sæti deildarinnar þrátt fyrir hrakspár fyrir tímabilið, áfram KA/Þór!
Ef þú kemst ómögulega í KA-Heimilið þá verður leikurinn í beinni útsendingu á KA-TV og má nálgast útsendinguna hér fyrir neðan.