04.02.2019
Hann var ansi hreint mikilvægur sigur KA liðsins á Fram í KA-Heimilinu í gær í Olís deild karla í handbolta en með sigrinum komst KA liðið 5 stigum frá fallsæti þegar 8 umferðir eru eftir af deildinni. Stemningin í húsinu var magnþrungin og mætingin frábær þrátt fyrir að leikurinn færi fram á matmálstíma á sunnudegi
03.02.2019
Það var ansi mikið undir þegar KA tók á móti Fram í fyrsta leiknum í Olís deild karla eftir jólafrí. Gestirnir í Fram voru í fallsæti fyrir leikinn en KA aðeins þremur stigum fyrir ofan í 9. sætinu. Leikurinn var því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik og klárt mál að okkar lið var búið að einblína mikið á þennan leik í undirbúning sínum fyrir síðari hluta deildarinnar
03.02.2019
Það er enginn smá leikur sem fer fram í KA-Heimilinu í dag klukkan 18:00 þegar KA tekur á móti Fram í Olís deild karla í handboltanum. Bæði lið eru að berjast fyrir áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en Framarar sitja í fallsæti með 7 stig á meðan KA er í 9. sætinu með 10 stig. Leikurinn er því algjört skólabókardæmi um fjögurra stiga leik
31.01.2019
Það var heldur betur hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tók á móti Þór í 3. flokki karla í handboltanum. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik og fyrri leikur þeirra í vetur hafði endað með jafntefli og mátti því búast við svakalegum leik sem úr varð
31.01.2019
Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað á sunnudag þegar KA tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik. Framarar eru í fallsæti með 7 stig en KA er á sama tíma með 10 stig og leikurinn því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda sér í deild þeirra bestu og ljóst að þetta verður lykilleikur í þeirri baráttu
30.01.2019
Handknattleiksdeild KA barst í dag mikill styrkur því Sverre Andreas Jakobsson mun aðstoða þá Stefán Árnason og Heimi Örn Árnason út tímabilið. Sverre býr yfir gríðarlegri reynslu og er ljóst að það mun gefa liðinu aukinn kraft á lokasprettinum í Olís deildinni þar sem strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda liðinu í deild þeirra bestu
29.01.2019
KA/Þór sótti Íslandsmeistara Fram heim í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var vitað að verkefnið væri ansi krefjandi þó stelpurnar hefðu borið sigur af hólmi í fyrri leik liðanna í vetur. Leikur kvöldsins var lokaleikurinn í annarri umferð deildarinnar og verður þriðju og síðustu umferðinni raðað upp í kjölfarið
29.01.2019
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Íslandsmeistara Fram heim í kvöld klukkan 19:00. Þetta er síðasti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en leikin er þreföld umferð og verður leikjaplan þriðju umferðar raðað upp eftir úrslit kvöldsins
28.01.2019
Strákarnir í A-liði 3. flokks karla í handboltanum unnu í gær sinn fyrsta leik í vetur en þeir keppa í efstu deild. Mikill stígandi hefur verið í leik liðsins í vetur og í gær kom fyrsti sigurinn og það gegn öflugu liði ÍR en fyrir leikinn voru þeir með 1 stig eftir jafntefli gegn Þór fyrr í vetur
25.01.2019
Það er farið að styttast í að baráttan í Olís deild karla í handboltanum hefjist að nýju eftir HM hlé en KA leikur fyrsta leik sinn eftir hlé sunnudaginn 3. febrúar þegar liðið tekur á móti Fram. Það er gríðarlega mikið undir í leiknum en Fram er í fallsæti aðeins þremur stigum á eftir okkar liði þegar 9 umferðir eru eftir í deildinni