KA tekur á móti FH í lokaumferð Olís deildar karla í handbolta á laugardaginn kl. 19:00. Eftir frábæra frammistöðu í vetur er KA öruggt með áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu og ætlum við að fagna því vel og innilega í KA-Heimilinu.
Stelpurnar í KA/Þór munu grilla fyrir stuðningsmenn fyrir leik og á sama tíma fagna sínum frábæra árangri í vetur. Það er um að gera að mæta í gulu og taka þátt í gleðinni, áfram KA!