Fréttir

KA U vann grannaslaginn

Það var ansi mikið undir er ungmennalið KA tók á móti nágrönnum sínum í ungmennaliði Akureyrar. Ekki nóg með að montrétturinn í bænum væri í húfi þá eru bæði lið í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér sæti í Grill-66 deildinni á næsta ári. KA var dæmdur 10-0 sigur í fyrri leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns hjá Akureyri og bæði lið áköf í að sýna hvort liðið væri betra í 60 mínútna leik

Mikilvægur sigur KA/Þór í slag nýliðanna

KA/Þór tók á móti HK í uppgjöri nýliðanna í Olís deild kvenna í kvöld. Leikurinn var skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn var HK í 7. sætinu með 7 stig en KA/Þór í 5. sæti með 11 stig. Liðið sem endar í 7. sæti þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni og mikilvægt að sleppa við það

Ungmennaliðin berjast um montréttinn

Það er fátt skemmtilegra en innbyrðisleikir Akureyrarliðanna og á morgun tekur ungmennalið KA á móti ungmennaliði Akureyrar í 2. deild karla í handbolta. Bæði lið eru í harðri toppbaráttu og slást um sæti í Grill 66 deildinni á næsta tímabili en fyrir leikinn er KA á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað tveimur leikjum í vetur en Akureyri hefur tapað þremur

Góð uppskera í handboltanum um helgina

Það er ekki bara keppt á HM í handboltanum þessa dagana en um helgina lék yngra ár 4. flokks kvenna tvívegis gegn Aftureldingu auk þess sem bæði lið 3. flokks karla tóku á móti Haukum

Stórleikur hjá KA/Þór á morgun

KA/Þór leikur gríðarlega mikilvægan leik í KA-Heimilinu á morgun, þriðjudag, kl. 19:30 þegar HK kemur í heimsókn. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í vetur og með sigri koma þær sér í mjög góða stöðu í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Karaktersstig í Garðabænum hjá KA/Þór

Það var ansi mikilvægur leikur hjá KA/Þór í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Um var að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik en liðin voru í 5. og 6. sæti deildarinnar og munaði einungis tveimur stigum á þeim

Ísland - Makedónía í KA-Heimilinu

Það stefnir í hreinan úrslitaleik á fimmtudaginn á milli Íslands og Makedóníu um sæti í næstu umferð á HM í handbolta. Af því tilefni bjóðum við ykkur að horfa á leikinn með okkur á tjaldi í KA-Heimilinu

Stjarnan - KA/Þór í kvöld!

Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór sækir Stjörnustúlkur heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn er KA/Þór í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Garðbæingar eru í 6. sætinu með 8 stig. Þetta er því klár fjögurra stiga leikur og geta stelpurnar með sigri að miklu leiti sagt skilið við botnbaráttuna

Tveir sigrar um helgina hjá KA-U

Ungmennalið KA í handbolta lék sína fyrstu leiki á nýju ári þegar liðið hélt suður og lék gegn ungmennaliðum ÍR og Selfoss. Strákarnir eru í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér upp í Grill-66 deildina að ári og því ljóst að leikir helgarinnar væru gríðarlega mikilvægir

Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Við erum enn í skýjunum yfir frábærri frammistöðu KA/Þórs í 33-22 stórsigri á Selfyssingum í fyrsta leiknum í Olís deild kvenna eftir um tveggja mánaða jólafrí. Stelpurnar léku á alls oddi og sigldu inn gríðarlega mikilvægum tveimur stigum með sigrinum góða. Egill Bjarni Friðjónsson myndaði leikinn og birtum við myndaveislu hans frá leiknum hér með