KA/Þór tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Olís deildar kvenna í gær. Íslandsbanki og PWC buðu frítt á leikinn og var heldur betur mögnuð mæting í KA-Heimilið þar sem Martha Hermannsdóttir tryggði sér Markadrottningartitilinn í deildinni, annars var lítið undir í leiknum annað en stoltið en ljóst var að KA/Þór myndi enda í fimmta sæti deildarinnar og Stjarnan í því sjötta. Gestirnir fóru á endanum með 21-27 sigur.
Við bjóðum upp á þrjár myndaveislur frá leiknum í boði þeirra Þóri Tryggva, Hannesar Péturs og Egils Bjarna. Á sama tíma viljum við þakka fyrir magnaðan stuðning sem stelpurnar fengu í vetur og hafði það klárlega mikið að segja hve vel gekk hjá liðinu í vetur!
Smelltu á myndina til að sjá myndaveislu Þóris Tryggva frá leiknum
Smelltu á myndina til að sjá myndaveislu Hannesar Péturs frá leiknum
Smelltu á myndina til að sjá myndaveislu Egils Bjarna frá leiknum