29.12.2019
Arnór Ísak Haddsson lék með U-18 ára landsliði Íslands í handbolta sem tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi. Mótið hófst föstudaginn 27. desember og lauk í dag með undanúrslitum og leikjum um sæti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leiðina í úrslitaleikinn þar sem þeir mættu Þjóðverjum
28.12.2019
Alfreð Gíslason var í kvöld á hófi Íþróttamanns ársins útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið í handbolta og skoraði í þeim 542 mörk
27.12.2019
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð
23.12.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður KA/Þórs tók þátt í Respect Your Talent Camp á vegum Evrópska Handknattleikssambandsins dagana 14.-16. desember. Þarna komu saman nokkrar af efnilegustu handboltastúlkum Evrópu. Rakel Sara var önnur af tveimur frá Íslandi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir úr Val var einnig í hópnum
19.12.2019
Jólaæfing handknattleiksdeildar KA fór fram í gær í KA-Heimilinu og var að vanda mikil gleði á svæðinu. Leikmenn KA og KA/Þórs litu við á svæðið og léku við krakkana áður en jólasveinar komu færandi hendi. Mætingin á æfinguna var til fyrirmyndar en um 150 krakkar skemmtu sér og fjölmargir foreldrar skemmtu sér konunglega
16.12.2019
Um helgina voru tilkynntir æfingahópar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. KA og KA/Þór eiga fulltrúa í öllum landsliðshópunum en samtals voru 7 fulltrúar úr okkar röðum valdir í landsliðsverkefnin
16.12.2019
KA tók á móti Fjölni í gær í síðustu umferð Olís deildar karla fyrir jólafrí. Þarna var um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða en með sigri gat KA haldið sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma komið sér sex stigum frá fallsæti
15.12.2019
KA tekur á móti Fjölni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta fyrir jólafrí í dag klukkan 17:00. Það má með sanni segja að leikurinn sé skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn er KA liðið með 9 stig í 8.-9. sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti með 5 stig
12.12.2019
Dregið var í happdrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór á Sýslumanni á Akureyri í dag. Hér má sjá vinningsnúmerin. Vinninganna má vitja í KA-heimilinu á morgun, föstudag eftir kl. 13:00 og svo aftur á mánudaginn og alla næstu viku
11.12.2019
Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson