Fréttir

Fjögurra stiga leikur í Eyjum hjá KA/Þór

KA/Þór sækir ÍBV heim klukkan 16:00 í ansi mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Fjögur lið berjast grimmt um sæti í úrslitakeppninni í vor og er leikur dagsins svo sannarlega fjögurra stiga leikur

3. flokkur KA/Þórs í undanúrslit bikarsins

Það fór fram hörkuleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tók á móti sterku liði Fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í 3. flokki kvenna. Þrátt fyrir ansi krefjandi verkefni mættu stelpurnar svo sannarlega með trú á verkefnið og hófu leikinn af miklum krafti

Hildur Lilja skrifar undir hjá KA/Þór

Hildur Lilja Jónsdóttir skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá meistaraflokksliði KA/Þórs og er því orðin gjaldgeng með liðinu það sem eftir er leiktíðar. Hildur er gríðarlega efnileg en hún verður 16 ára á árinu og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

KA/Þór fékk ÍR í Coca-Cola bikarnum

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta og var KA/Þór í pottinum. Stelpurnar fengu útileik gegn ÍR en áætlað er að leikurinn fari fram í kringum 5. febrúar næstkomandi

Stórt tap KA/Þórs að Hlíðarenda

KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í dag eftir jólafrí er liðið sótti Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim. Það mátti reikna með erfiðum leik enda lið Vals ógnarsterkt og það varð svo sannarlega raunin

Fyrsti leikur KA/Þórs eftir jólafrí í dag

Baráttan í Olís deild kvenna í handboltanum fer af stað á ný eftir jólafrí í dag. Stelpurnar í KA/Þór fá ansi krefjandi verkefni þegar þær sækja Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim í Origo höllina klukkan 16:00

Frítt að prófa handbolta í janúar!

Það er heldur betur handboltaæði í gangi á landinu um þessar mundir enda hefur íslenska karlalandsliðið staðið sig stórkostlega á Evrópumeistaramótinu. Í tilefni af mótinu býður KA og KA/Þór í samvinnu við HSÍ og Bónus öllum krökkum í 1.-4. bekk að koma og prófa handbolta í janúar

Lemon styrkir handboltann næstu 2 árin

Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon

8 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram öðru sinni helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni

Fríar tækniæfingar hjá handboltanum

Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fjórða árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið