12.11.2019
KA gleðin var allsráðandi á sunnudaginn þegar KA vann frækinn 31-27 sigur á FH í KA-Heimilinu. KA leiddi allan leikinn og stemningin í KA-Heimilinu var vægast sagt stórkostleg. Sigrinum var svo að sjálfsögðu vel fagnað í leikslok!
11.11.2019
KA vann frábæran 31-27 heimasigur á FH í gær í Olís deild karla. KA leiddi leikinn frá upphafi og var sigurinn í raun ansi sannfærandi. Stemningin í KA-Heimilinu var stórkostleg og ljóst að fá lið standast liðinu snúning þegar bæði strákarnir sem og stuðningsmenn KA eru í slíkum ham
10.11.2019
KA tók á móti FH í Olís deild karla í dag en fyrir leikinn voru FH-ingar í toppbaráttunni með 11 stig og höfðu ekki tapað síðustu fimm leikjum sínum. KA liðið var hinsvegar enn í leit að fyrsta heimasigri sínum í vetur og má með sanni segja að strákarnir hafi verið staðráðnir í að sækja hann í dag
09.11.2019
Það eru ansi mikilvæg 2 stig í húfi þegar KA tekur á móti FH í Olís deild karla á sunnudaginn klukkan 17:00. Strákarnir hafa verið að sækja mikilvæg stig í síðustu leikjum en þurfa að halda áfram stigasöfnun sinni og þá sérstaklega á heimavelli
09.11.2019
KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 22.-24. nóvember næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn
09.11.2019
KA/Þór sótti ógnarsterkt lið Fram heim í dag í Olís deild kvenna. Leikurinn var fyrsti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en fyrir leikinn var Fram í 2. sæti með 12 stig en KA/Þór í 4. sæti með 8 stig. Fyrirfram var búist við ansi erfiðu verkefni og það varð svo sannarlega raunin
09.11.2019
Ungmennalið KA sótti Þórsara heim í Höllina í Grill 66 deild karla í gærkvöldi í alvöru bæjarslag. Þórsarar sem ætla sér uppúr deildinni voru taplausir fyrir leikinn en á sama tíma hafði hið unga KA lið sýnt flotta takta það sem af var vetri og var því búist við hörkuleik
09.11.2019
Það er heldur betur krefjandi verkefni framundan hjá KA/Þór í dag þegar liðið sækir Fram heim klukkan 14:00. Framarar hafa gríðarlega sterku liði á að skipa en stelpurnar okkar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og mæta því fullar sjálfstrausts í leikinn
06.11.2019
KA/Þór hóf leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sótti Selfyssinga heim í 16-liða úrslitum keppninnar. KA/Þór hefur farið vel af stað í Olís deildinni í vetur en heimakonur eru í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni. Það var því frekar snúið að ráða í leikinn áður en leikar hófust
06.11.2019
KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar liðið sækir Selfoss heim klukkan 19:30. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og er klárt mál að stelpurnar ætla sér áfram í næstu umferð. Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með leiknum á Selfoss-TV ef þið komist ekki á leikinn