Fréttir

Myndir frá svekkjandi tapi KA gegn ÍBV

KA tók á móti ÍBV í Olís deild karla í gær í fjögurra stiga leik. Fyrir leikinn voru gestirnir með 11 stig en KA liðið var tveimur stigum fyrir aftan og gat því með sigri jafnað ÍBV í deildinni. Eftir frábæran sigur á FH í síðasta heimaleik var mikil eftirvænting fyrir leiknum og mætingin á leikinn góð að venju hjá stuðningsmönnum KA

Fjögurra stiga heimaleikur gegn ÍBV í dag

Það er komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti ÍBV klukkan 16:00 í Olís deild karla. Það var hrikalega gaman á síðasta heimaleik þegar strákarnir lögðu FH og við þurfum aftur á ykkar magnaða stuðning að halda í dag kæru KA-menn

Hörkubikarslagur í Mosó í kvöld

KA hefur leik í Coca-Cola bikar karla í kvöld er liðið sækir Aftureldingu heim klukkan 19:00. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og ljóst að það verður ansi krefjandi fyrir strákana að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Stjörnunni

KA/Þór vann ævintýralegan 23-22 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á föstudagskvöldið í KA-Heimilinu. Þetta var sannkallaður fjögurra stiga leikur og sigurmark Mateu Lonac markvarðar KA/Þórs yfir allan völlinn á lokasekúndunni er gulls í gildi. Fyrir vikið munar einungis einu stigi á liðunum í 3. og 4. sætinu og hörku barátta framundan

Háspennu lífshættusigur hjá KA U gegn Fjölni U

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Fjölnis í Grill 66 deild karla í KA-Heimilinu í dag. Fyrir leikinn höfðu strákarnir tapað síðustu þremur leikjum sínum og voru því staðráðnir í að koma sér aftur á beinu brautina. Gestirnir voru hinsvegar á botninum með 2 stig og ólmir í að laga sína stöðu

Ótrúlegt sigurmark KA/Þórs gegn Stjörnunni

Það var heldur betur mikið undir í leik kvöldsins þegar KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Þarna mættust liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Úr varð háspennu lífshættu leikur sem mun seint renna mönnum úr minnum

Happdrætti meistaraflokka KA og KA/Þór í handbolta

Glæsilegu happadrætti hefur verið hrundið af stað á vegum meistaraflokkanna okkar í handboltanum, KA og KA/Þór. Glæsilegir vinningar og rennur allur ágóði í það góða starf sem er unnið í handknattleiksdeildinni! Hægt er að kaupa miða með því að hafa samband við einhvern af leikmönnum eða stjórnarmönnum í KA og KA/Þór

Fjögurra stiga heimaleikur KA/Þórs í kvöld

Það er alvöru leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti Stjörnunni klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Þarna eru liðin í 3. og 4. sæti Olís deildar kvenna að mætast og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi

Slakur sóknarleikur kostaði tap gegn Val

KA sótti Val heim í gærkvöldi í Olís deild karla en bæði lið komu með mikið sjálfstraust inn í leikinn enda bæði taplaus í síðustu þremur leikjum. Vegna Evrópuævintýris hjá Val var leiknum flýtt en bæði lið léku á sunnudaginn og því stutt á milli leikja

KA sækir Val heim í kvöld

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana. KA vann frækinn heimasigur á FH á sunnudaginn og í dag sækja strákarnir sterkt lið Vals heim klukkan 19:30. Fyrir leikinn eru liðin jöfn ásamt ÍBV í 6.-8. sæti með 9 stig og má reikna með hörkuleik