Fréttir

KA/Þór af öryggi í undanúrslitin

KA/Þór sótti ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var nokkur pressa á stelpunum enda deild ofar og höfðu ÍR-ingar því engu að tapa og mættu til leiks af miklum krafti

Undanúrslit bikarsins í húfi

KA/Þór sækir ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta klukkan 19:00 í dag. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn mikilvæga

KA/Þór rótburstaði Aftureldingu (myndir)

KA/Þór lék sinn fyrsta heimaleik á árinu um helgina er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru staðráðnar í að næla sér í sæti í úrslitakeppninni í vor en höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum og þurftu því nauðsynlega að finna taktinn á ný og sækja tvö stig

HK sótti tvö stig norður (myndir)

KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en þetta var fyrsti heimaleikur KA liðsins eftir jólafríið. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti deildarinnar með 11 stig en gestirnir voru á botninum með 2 stig og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs eftir jólafrí

Það er sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í KA-Heimilinu þegar KA og KA/Þór leika sína fyrstu heimaleiki eftir jólafrí. Stelpurnar hefja leikinn klukkan 16:00 þegar þær taka á móti Aftureldingu og strákarnir taka svo við klukkan 18:00 í leik gegn HK

Stebbi og Jonni sjá um næstu framsögu

Föstudagsframsagan hefur slegið í gegn hjá okkur og er röðin nú komin að þeim Stefáni Árnasyni og Jónatan Magnússyni þjálfarapari KA í handbolta. Þeir félagar munu fara vel yfir stöðuna hjá liðinu og það sem framundan er í hádeginu á föstudaginn

Tap gegn ÍR í fyrsta leik eftir hlé

Baráttan í Olís deild karla hófst aftur í kvöld er KA sótti ÍR heim í Austurbergið. Þetta var fyrsti leikur KA liðsins í 44 daga eftir jóla- og EM frí. Fyrir fram var búist við erfiðum leik enda hefur ÍR-liðið leikið afar vel í vetur og var í 4. sæti deildarinnar fyrir leikinn

Fyrsti leikur strákanna eftir jól er í kvöld

Það er loksins komið að næsta leik í Olís deild karla eftir langt jóla- og EM frí. KA vann frábæran 35-32 sigur á Fjölni þann 15. desember og vonandi að liðið sé klárt í slaginn gegn ÍR í Austurbergi í kvöld klukkan 18:30 eftir 44 daga pásu

Nettómót 7.-8. flokks fer fram í dag

Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Nettómótið í handbolta fer fram en þar leika krakkar í 7. og 8. flokki listir sínar. Nettó mun gefa öllum þátttakendum mótsins gjöf og svo fá krakkarnir pizzu frá Sprettinum að móti loknu

KA/Þór steinlá í Vestmannaeyjum

Það var heldur betur mikið undir í Vestmannaeyjum í dag þegar KA/Þór sótti ÍBV heim í 13. umferð Olís deildar kvenna í handboltanum. Fyrir leikinn var KA/Þór í 6. sæti með 10 stig og þurfti sigur til að jafna HK og Hauka í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Eyjakonur voru hinsvegar sæti neðar með 8 stig og þurftu því sigur til að blanda sér inn í úrslitakeppnisbaráttuna