Flýtilyklar
Arnór Ísak í U18 sem fer á Sparkassen Cup
Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson.
Hópurinn kemur saman til æfinga 17. desember en flýgur út til Þýskalands að morgni 26. desember. Auk Íslands taka þátt Þýskaland, Ítalía, Færeyjar, Sviss, Holland, Hvíta Rússland sem og héraðslið Saarland.
Það er ljóst að mjög spennandi mót er framundan hjá strákunum en þetta landslið hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum og verður gaman að sjá hvernig til tekst á mótinu. Arnór Ísak er fastamaður í liðinu en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið að leika stórt hlutverk í ungmennaliði KA auk þess sem hann hefur verið í leikmannahóp meistaraflokks í undanförnum leikjum.
Við óskum Arnóri Ísak til hamingju með valið sem og liðinu öllu góðs gengis á mótinu.